Verjum velferðina!

  Útifundur á Ingólfstorgi mánudaginn 24. nóvember kl. 16.30

Dagskrá:

Tónlistaratriði

Tómas R. Einarsson og Ragnheiður Gröndal

Gerður A. Árnadóttir

formaður Þroskahjálpar

Árni Stefán Jónsson

varaformaður BSRB

Halldór Sævar Guðbergsson

formaður Öryrkjabandalags

Margrét Margeirsdóttir

formaður Félags eldri borgara í Reykjavík

Fundarstjóri verður Björg Eva Erlendsdóttir

Fjölmennum á fundinn og sýnum að við látum ekki brjóta velferðarþjónustuna niður

Íslendingar! Við höfnum því að ráðist verði að undirstöðum samfélagsins með stórfelldum niðurskurði á velferðarkerfinu. Þegar þrengir að er mikilvægt að ekki sé vegið að almenningi. Við höfnum sérhverri aðför og krefjumst þess að stofnanir samfélagsins verði styrktar á erfiðum tímum.

take-my-hand-27-04-2008

Ég fagna þessu framtaki Þroskahjálpar, Sjálfsbjargar, Félags eldri borgara og BSRB. Í samfélaginu okkar hafa velferðamál oft orðið undir í þeim hraða, einstaklingshyggju og öðru sem hefur stundum blindað okkur. Þrátt fyrir fjármálakreppu hættir fatlað fólk, aldrað fólk og allt fólk yfirleitt ekki að lifa. Margir þurfa aðstoð til þess og þjónustu til að geta tekið þátt í samfélaginu með reisn og gefið af sér og lagt því lið með menntun, vinnu og öðru slíku. Ef sú aðstoð hverfur og þjónustan skerðist enn frekar - ekki er hún nú til fyrirmyndar fyrir, mun þjóðfélagið sitja uppi með enn alvarlegri vanda og mun meiri kostnað.

Til að sporna við því að fólk verði svipt velferð sinni verðum við að standa saman. Ef það er ekki þörf á samstöðu núna, þá hvenær?

Hlakka til að sjá ykkur öll, hvert eitt og einasta Wink


Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Ég er sammála því að ef það er ekki einmitt ástæða núna til að sýna samstöðu og láta í sér heyra þá veit ég ekki hvenær það ætti að vera. Að sjálfsögðu má engan veginn fara út í það núna að skera niður í velferðarþjónustu - svo margt sem þar er þegar skorið við nögl. Það má bara alls ekki gerast að þeir sem þurfa slíka þjónustu fari að lifa við aðstæður sem ekki væri hægt að kalla mannsæmandi - nógu erfitt er fyrir svo marga þegar þó ekki verði bætt á meiri niðurskurði. Það mætti víða skera niður frekar áður en í slíkt væri farið - t.d. leggja niður nokkrar nefndir og aðstoðarmenn hjá þingmönnum og láta þá fara að vinna vinnuna sína sjálfir.

Mætti líka afnema alla þá bitlinga sem þingheimur hefur skaffað sér - án þess að vinna fyrir honum. Mætti örugglega spara milljónir - og meira - ef bara þingheimur væri granskoðaður og skorinn niður ...

Knús og kram yfir til ykkar og hafið yndislegan sunnudaginn.

Tiger, 23.11.2008 kl. 02:09

2 identicon

Vildi að ég gæti mætt en sendi barráttukveðjur héðan frá útlandinu!!!

Árný (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 08:31

3 identicon

Við mætum og hvetjum alla aðra til að mæta það er ekki til afsökun til að sitja heima

jón og magga (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 12:54

4 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Sendi baráttukveðjur frá Árósum :) vildi að ég gæti mætt!

Kristbjörg Þórisdóttir, 23.11.2008 kl. 15:38

5 identicon

Hvar hafa stéttarfélögin verið síðustu tvo mánuðina? Það eina sem sést hefur er falleg lopapeysuauglýsing frá VR.   Fundaherferð ASÍ þar sem Gylfi hagfræðingur  ASÍ borðar ESB og evru fyrir Samfylkinguna og nú fundarboð SFR á Ingólfstorgi!

Af hverju hvetja stéttarfélögin ekki sitt fólk til að mæta á Austurvelli ?

Af hverju að dreifa kröftunum?

Samt.  Allir á Ingólfstorg, Háskólabíó á mánudag, Austurvöll á laugardag.

Farið svo með pottana og lemjið í þá fyrir utan bankana, Fjármálaeftirlitið, Seðlabankann og ráðuneytin.  Alla daga, alltaf.  Svælið liðið út.  

101 (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 15:47

6 identicon

Já hvar hafa stéttarfélögin verið,þar er sennilega sama vitleysan í gangi og annarstaðar formennn á ofurlaunum,úr takt við hinn almenna félagsmannn og síðan sú vitleysa sem Gylfi og samfylkingin eru að boða,evra og ESB eigi að bjarga öllu,er eins og það sé að gerast á nokkrum dögum,við þörnumst aðgerða nú,síðan þarf að sýna hvað er unnið með inngöngu í ESB,hátt atvinnuleysi,hvað með bændur,sjávarútveg o.f.l.

Hafþór (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 17:26

7 Smámynd: Heidi Strand

Öryrkjubandalagið er líka með.

Ég mæti. Vonandi verður þar fjölmenni. Bestu kveðjur til þin.

Heidi Strand, 23.11.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband