Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

:)

Jæja, þá er prófatörnin yfirstaðin og bjartir tímar framundan, engar les-, ritgerða- og prófkvaðir næstu mánuði. Ekki hefur verið mikið um skrif hér en fátt annað en félagsfræðikenningar og sálfræðigreiningar hafa komist fyrir í heilabúinu á mér síðustu vikur.

Ég dustaði af fyrirlestrunum mínum rykið í síðustu viku og flutti tvo í Valhúsaskóla fyrir 7.-10. bekk á þemadögum þeirra. Það var ótrúlega skemmtilegt, stemningin var rosa fín og áheyrendur áhugasamir og spurðu mikið. Eins og ég hef sagt oft áður þá gefur þátttaka nemenda í fyrirlestrum þeim miklu meira gildi.

Á döfinni hjá okkur Ölmu er upplestur í Myllubakkaskóla, Rimaskóla og Lindaskóla sem verður ábyggilega mjög skemmtilegt. Annars starfar Alma nú hjá Fréttablaðinu og ég mun starfa hjá Barnaskóla Hjallastefnunar í sumar.


,,Ég er sjálf með Downs-heilkenni, en fyrst og fremst er ég Halldóra"

Snilldargrein í Mogganum í dag á bls. 28 Smile Hún ber heitið ,,Mín skoðun" og er eftir Halldóru Jónsdóttur, nema í Kennaraháskólanum, áhugaleikkonu, tónlistarkonu og starfsmann á bókasafni.

 


Hver fann upp próf?

exams

 


Þegar börnum er kastað til hliðar

istockphoto_535649_outsider 

Þegar ég var í grunnskóla var ég takmarkalaust léleg í stafsetningu. Þar sem mér var alltaf plantað út í horn bakvið skilrúm í tölvu (eins og tölvan, jú, eða ég, væri e-ð leyndarmál) þoldi ég það ekki og gerði allt sem í mínu valdi stóð til að sleppa við þær stundir. Af þeim sökum skrifaði ég lítið sjálf fyrstu skólaárin sem kom niður á stafsetningarkunnáttu minni. Þar að auki var ég látin taka stafsetningarpróf á þann hátt að ég stafaði hvert aukatekið orð ofan í stuðningsfulltrúa minn án þess að sjá á blaðið og geta notað sjónminnið. Einkunnir voru yfirleitt undir 5 í þessum prófum.

Í kjölfarið var ég send í sérkennslu einu sinni í viku, ásamt fleiri ,,so called tossum" í stafsetningu, þar sem okkur var skipað að skrifa, skrifa og skrifa stíla - inn í gluggalausu herbergi. Inn í þessum ,,sértímum" lærði ég eiginlega enga stafsetningu, öðlaðist hins vegar þá trú að ef ég setti venjulegt i þar sem ætti að vera y, tvö b þar sem átti að vera f og kv þar sem átti að vera hv þá myndi ég líklega ekki komast áfram í lífinu! Mér, né öðrum, datt í hug að í framtíðinni yrði allt flæðandi í leiðréttingaforritum í tölvuheiminum.

Ég hélt áfram að fá max 5 í stafsetningu.

Á fyrsta árinu mínu í FG rann loksins upp draumadagurinn, síðasta stafsetningarpróf lífs míns. Ég undirbjó mig andlega undir að stafa A4 bls. stíl fyrir stuðninginn og fá 5 í einkunn, eins og vanalega. Þegar ég hins vegar mætti í prófið rétti kennarinn mér stafsetningarstíl í eyðufyllingarformi, þar sem hún dróg út flóknustu orðin og setti þau í misjafna búninga. Mitt hlutverk var semsagt að velja það orð sem var rétt skrifað.

Ég fékk 8 á prófinu.

Á bls. 25 í Mogganum er grein eftir Birkir Egilsson sjúkraliða, undir yfirskriftinni ,,Hver á að aðlagast hverjum?" Þar talar hann sérstaklega um börn með geðraskanir og tilhneigingu skólakerfisins til að kasta þeim til hliðar og taka þau út úr bekk.

Þeir sem eru haldnir slíkri aðgreiningarhneigð lifa í þeirri trú að þeir séu að gera barninu (sem þeir kasta til hliðar) gott og mæta þörfum þess og horfa í öllu tilliti fram hjá þeirri staðreynd að þeir séu í raun að gera sjálfum sér lífið auðveldara og mæta eigin þörfum.

Var ég send í sérkennslu í því tilliti að efla stafsetningarkunnáttu mína eða vegna þess að kennarinn höndlaði ekki (fyrr en í FG) að finna lausn sem hentaði mér, gera prófin aðgengilegri og efla um leið mína stafsetningar-sjálfsmynd?

Ætli barn með athyglisbrest með/án ofvirkni sé tekið út úr bekk vegna þess að þá styrkist sjálfsmynd þess og það læri helling í háttsettu bóklegu greinum skólans eða vegna þess að þá hættir það að trufla ,,hin" (afsakið orðbragðið) börnin og kennarann við sitt starf?

Þetta eru að sjálfsögðu flóknar og kannski viðkvæmar spurningar - en samt umhugsunarverðar.

Síðasta stafsetningarpróf lífs míns var ekkert léttari en hin þúsund, það var hins vegar aðgengilegt fyrir mig. Ég bað ekki kennarann um annars konar próf, henni virtist finnast eðlilegt að að hafa frumkvæði af að mæta mér - á mínum forsendum.

Ég hvet ykkur til að lesa grein Birkis því hún minnir á þá staðreynd að endalaust er verið að plástra fólk og halda umhverfinu friðuðu. Alltof sjaldan er hugsað út í að friða einstaklinginn og fjölbreytileika hans, mæta einstaklingsbundnum þörfum og byggja upp heilsteyptari sjálfsmyndir - heilsteyptara samfélag.

- Freyja


Kompás

a14c9d97-9808-4d69-87f0-a0b51f212ec2

Síðustu vikur hefur Kompás fjallað töluvert um líf fjölskyldna þar sem eru fötluð eða langveik börn og unglingar. Margt mikilvægt finnst mér hafa komið fram og hvet ég ykkur til að horfa á þættina.

Í síðasta þætti var talað við formann Einstakra barna, sem vill svo ánægjulega til að er mamma mín, og Hrefnu Haraldsdóttur fjölskylduráðgjafa Sjónarhóls. Guð má vita hvar við værum án hennar. Einnig var talað við foreldra Ragnars Þórs sem var í þætti Kompás þar á undan.

Foreldramiðaði þátturinn er hér.

Snilldarþátturinn um Ragnar er hér.

Njótið! Wink


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband