Hafið þið áhuga á uppbyggjandi og skemmilegum upplestri fyrir jólin?

_MG_7804

Þegar á móti blæs og erfiðleikar steðja að er fátt mikilvægara en áminning um hvað skiptir raunverulega máli í lífinu.  Vegna fjölda áskorana og mikillar eftirspurnar höfum við Freyja Haraldsdóttir og Alma Guðmundsdóttir  ákveðið að halda áfram upplestrum okkar úr bókinni Postulín fyrir jólin. Frá því síðasta haust höfum við vægast sagt verið önnum kafnar við að halda upplestra út um allt land og heimsótt bæði skóla, vinnustaði og ýmis félagasamtök. Við munum halda uppteknum hætti á komandi mánuðum og bjóðum nú upplestra á hverskyns samkomum, fundum eða aðventukvöldum.

Eins og flestum landsmönnum er orðið kunnugt er saga Freyju einstök. Stuttu eftir fæðingu greindist Freyja með beinstökkva og er eina manneskjan á landinu með sína tegund fötlunar. Þrátt fyrir að nota hjólastól og þurfa aðstoð við flestar athafnir daglegs lífs hefur hún ekki látið hindranir sem á vegi hennar verða stöðva sig í því að láta drauma sína rætast.

,,Þegar ég kynntist Freyju og fékk smám saman innsýn inn í líf hennar sá ég hvað þarna var mögnuð manneskja á ferð. Þrátt fyrir að nota hjólastól og þurfa aðstoð við flestar athafnir daglegs lífs féll fötlun hennar alveg í skuggann af þeirri manneskju sem hún hefur að geyma. Einskær lífsgleði hennar heillaði mig og ég ákvað að spurja Freyju hvort hún væri tilbúin að deila reynslu sinni með alþjóð og skrifa sögu sína." - Alma

Postulín fékk ekki einungis góða dóma í hvívetna heldur fékk Freyja verðskuldaða athygli. Henni voru meðal annars veitt Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins og nokkru síðar valin Kona ársins 2007 af tímaritinu Nýju Lífi.

Bókin Postulín á erindi til allra sem leita hamingjunnar því hún er vitnisburður um einstakling og fjölskyldu sem tekst með einstökum hætti að sigrast á mótlæti. „Ég er manneskja, ekki bara fötlun," segir Freyja og bendir fólki um leið á skylduna að gera ávallt greinarmun á persónum og þáttum sem valda mismunun. Draumur Freyju er samfélag án mismununar. Sjálf gerði það sem hún átti ekki að geta og tókst að sigrast á fordómum allt um kring. Hún þorði að eiga sér drauma og nýta fötlun sína öðrum til góðs.

Gunnar Hersveinn, Morgunblaðið

Þessari bók ætti að fleygja inná hvert einasta heimili í landinu sem fyrst. Það ætti að verða auðvelt því hún hefur stóra vængi. Eins og reyndar Freyja sjálf, sem lýsir veg minn að nýju upphafi og bjartari framtíð.

Edda Heiðrún Backman

Við sníðum hvern upplestur og umræður eftir áhugasviði hvers hóps, og tökum greiðslu í samræmi við sanngjarnan taxta rithöfundasambands Íslands, 25.000 krónur hvor.

Ef þið hafið áhuga á að fá upplestur og eiga notalega samverustund, vinsamlegast sendið þá fyrirspurn á almaogfreyja@forrettindi.is og við svörum um hæl. Verið einnig velkomin á blogg-síðu okkar; http://www.almaogfreyja.blog.is/.

Alma og Freyja


Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Jóna Kristmundsdóttir

Mig langar að fá bókinnaí jólagjöf og ég er líka að hlusta á diskin Postulin. Þið eruð indislegar stúlkur. Ef þið viljið á blogið mitt þá er ligilorðið sibba. Af því að ég er dóttir sibbilíni/ sibbu.

                                 kveðja. HelgaJóna / ktistmundsdottir.   love kiss  

Helga Jóna Kristmundsdóttir, 11.11.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband