FG og KFUM

Þó ég ætti að vera farin að sofa ákvað ég að skella hér inn nokkrum línum, ágætt að hreinsa huga fyrir svefninn af siðfræðikenningum vegna prófs á þriðjudaginn - ætla að reyna að dreyma þær ekki í nótt.

Það heyrist ekki mikið í okkur þessar vikurnar, brjálað að gera og ég of andlaus til að koma með heimspekilegar og misgáfulegar pælingar hingað. Er búin að heita sjálfri mér því að skrifa ekki um bííííb þjóðarinnar, nóg er bloggað, rifist í blöðunum og sjónvarpinu og dæst heima í stofu - sem er líklega skiljanlegt.

Ég og Alma fórum í KFUK heimilið með upplestur fyrir hóp kvenna sl. þriðjudagskvöld. Það var mjög notaleg stund og fengum við nokkrar góðar spurningar sem leiddi til áhugaverðra umræðna. Kærar þakkir fyrir okkur.

Á mánudag, miðvikudag og fimmtudag var ég í lífsleikni FG hjá nýnemum og var það verulega gaman. Ég hef farið í FG í 4 eða 5 ár og er það alltaf stemning. Hóparnir stóðu sig vel og komu með fróðleg innlegg. Fannst áhugaverð pæling eins stráksins um hvort fólk væri oft hissa yfir framtakssemi og velgengni hjá fötluðu fólki. Þegar ég hugsa um það er svarið já - fólk virðist ekki oft búast við að einstaklingar með skerðingar komist á framabrautina og ef þeir gera það eru þeir oft orðnir að hetjum. Hann nefndi þetta í tengslum við mín afköst í lífinu, sagðist ekki finnast neitt skrítið við að mér gengi vel. Fannst frábært að heyra þetta, get orðið gríðarleg þreytt á þessu hetjutali þó fólk meini vel.

það er að sjálfsögðu ekki algilt að fólk sé furðulostið yfir velgengni fatlaðs fólks en þetta er þroskuð og áhugaverð pæling að mörgu leiti. Þessi strákur var með flott viðhorf gagnvart þessu eins og þau mörg - það gefur mér von um að viðhorfinu sé viðbjargandi og fólk eins og hann smiti út frá sér, samfélaginu til hagsbóta.

Þetta er líka áminning um hugarheim ungs fólks og hve mikilvægur hann er umhverfinu. Fjölmiðlar nærast á neikvæðum fréttum um unglinga - það fer hrikalega í mig því þó nokkrar hræður taki alvarleg feilspor í lífinu, eins og að starfa amfetamínverksmiðju, eru það fáir af heildinni. Sá stóri hópur mætti fá meiri athygli og hljómgrunn. Ekki veitir af uppbyggjandi fréttum og umfjöllunum í neikvæðniflóði þjóðfélagsins.

Takk fyrir mig!


Athugasemdir

1 identicon

heyr heyr er svo hjartanlega sammála þér með þennan neikvæða fréttaflutning sem tröllríður öllu, þurfum á jákvæðni að halda í fréttaflutning hér á landi.

takk fyrir góðan pistil og knús til þín , mín kæra

Berglind Elva (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband