Hlúðu að þvi sem þér þykir vænt um

Langar einfaldlega að óska ykkur öllum til hamingju með Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn. Slagorð dagsins er ,,Hlúðu að því sem þér þykir vænt um", sem er geðorð tvö af tíu. Mér finnst það ekkert lítið viðeigandi í því ástandi sem þjóðfélagið er að fara í gegnum. Það leggst líklega mishart á einstaklinga og fjölskyldur en hvað sem því líður hlýtur að vera mikilvægast að hugsa um okkar andlega líðan, mikilvægi lífsins og alla þá sem eru í kringum okkur sem okkur þykir vænt um.

Neikvæðnin í fjölmiðlum og umræðunum í kringum okkur er gríðarlega smitandi en þessi dagur minnir okkur á hversu margar leiðir við getum farið til að stjórna hugsunum okkar og látið ekki neikvæðnivírus þjóðfélagsins hafa of mikil áhrif á líðan og líf okkar. Við berum já ábyrgð á okkar eigin hamingju.

gedraekt_segull_isl

Hægt er að fræðast um daginn á http://www.10okt.com/.

Kv. Freyja


Athugasemdir

1 identicon

HEYR HEYR!

Ég var að frétta af því að 15 sjálfsmorð hefðu verið framin hjá venjulegu fjölskyldufólki á síðustu dögum. Það veitir ekki af því að hlúa hvert að öðru, fara í fleiri heimsókni, hringja fleiri símtöl í nánustu og segja þeim hvað okkur þykir vænt um þá og að við séum til staðar fyrir þau.

Eins og þú bendir svo réttilega á er það líka svo gott fyrir geiðheilsuna að hlúa að þeim.

Hnyklum hjartavöðvann!

Olga Björt (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 12:56

2 identicon

Ég tek undir þetta allt saman. Er einmitt með svona segul á ísskápnum hjá mér :) Kærar þakkir fyrir gott blogg og góða helgi!

Védís Hervör (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 19:10

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

í gamalli minningabók frá Núpsskóla,enda flestir samnemendur mínir á    "mundu mig,ég man þig" þannig höfum við það Íslendingar,knús.

Helga Kristjánsdóttir, 11.10.2008 kl. 02:12

4 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Gott innlegg Freyja,

tek heilshugar undir það. Nú skiptir viðhorfið okkur öllu máli.

"Við ráðum um hvað við hugsum".

Góða helgi  .

Kristbjörg Þórisdóttir, 11.10.2008 kl. 06:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband