Frekar ósamkvćm sjálfri mér ... kannski sem betur fer!!

Ég ákvađ í byrjun september ađ ég ćtlađi ađ taka mér frí frá fyrirlestrum, einbeita mér ađ skólanum o.sfrv., o.sfrv., o.sfrv. Síđan ég tók ţá ákvörđun hef ég flutt 12 fyrirlestra, ca. 3-4 á viku og nóg er eftir enn. Semsagt, ekki mjög samkvćm sjálfri mér.

 

Eftirspurnin var töluvert mikil í haust og ţá mest fyrir yngri deildir grunnskóla, sem er frekar nýtt fyrir mér. Ţetta er ţó búiđ ađ vera ţvílíkt skemmtilegur mánuđur ţar sem ég hef hitt mikiđ af skemmtilegu fólki – ađallega börn.

 

Ég hef komiđ víđa viđ, á ráđstefnum, hjá Hringsjá, Leikskólabrú FG, Ölduselsskóla og Hraunvallaskóla. Ţessar heimsóknir hafa allar veriđ mjög áhugaverđar, ekki síst í grunnskólana. Ég var ţví miđur ekki međ myndavél í 6. bekkjum Ölduselsskóla en ţeir krakkar stóđu sig frábćrlega. Ţađ var í raun einstök stemning í báđum hópunum, mikiđ af spurningum og frábćr hlustun.

 

Í Hraunvallaskóla er einnig stórglćsilegur hópur nemenda en ţar talađi ég viđ alla árganga, frá 1.-9. bekk. Ţrátt fyrir stóra hópa tókst ţetta vel og sýndu ţeir allir mikinn áhuga, hlustuđu af athygli, spurđu mikiđ og komu međ útpćldar athugasemdir. Ég er búin ađ vera hálf orđlaus eftir hvert skipti.

 

Fanney ađstođarkona mín, áhugaljósmyndari, tók myndirnar hér ađ neđan. Hćgt er ađ skođa fleiri myndir eftir hana hér.

IMG 5333 DSC00118 DSC00115 IMG 5301

Á morgun förum ég og Alma međ upplestur á Reykhóla, verđum bćđi međ fyrir nemendur Reykhólaskóla en seinnipartinn fyrir almenning, nánar tiltekiđ kl. 17:00 í skólanum. Segjum ykkur meia frá ţví síđar.


Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Guđleif

Hć Freyja. Dóttir mín er í 6. bekk í Ölduselsskóla hún kom heim um daginn alveg himinlifandi yfir fyrirlestrinum hjá ţér um daginn. Ţú stendur ţig svo vel.

Kv Sibba

Sigurbjörg Guđleif, 2.10.2008 kl. 13:05

2 Smámynd: Rúna Guđfinnsdóttir

Ég á son í 9. bekk í Barnaskóla Stokkseyrar og Eyrarbakka. Ég vildi svo sannarlega ađ ţíđ kćumđ ţar. En viđ ráđum ţví vist ekki. Takk fyrir frábćrt starf í ţágu barna.

Rúna Guđfinnsdóttir, 2.10.2008 kl. 16:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband