Mér er flökurt

Mér ofbýður nú oft en ég held að þessi dómur fari á topp fimm listann. Atvikið (kennari fær hurð í höfuðið) er auðvitað mjög leitt og augljóslega hefur það haft áhrif á hennar líf. Það er hins vegar óskiljanlegt að þessi kennari sakist við barnið og að skólinn hafi ekki brugðist við með því að greiða kennaranum skaðabætur fyrir slys á vinnustað. Hversu oft ætli hinir ýmsu starfsmenn hafa orðið fyrir beinni eða óbeinni árás í starfi með börnum, unglingum eða fullorðnu fólki?

Fötlun þessa barns kemur kannski atvikinu ekkert við, ég geri mig ekki grein fyrir því. Það að hún viti muninn á réttu og röngu segir ekkert um málið því hún var að forðast einelti og hefur líklega verið í miklu uppnámi burt séð frá hvort fötlunin hafi haft áhrif eða ekki. Samt er mjög mótsagnakennd að í fréttinni stendur ,,ekkert í málinu bendi til þess að að fötlun hennar hafi skert dómgreind hennar eða vitsmuni." Svo síðar í greininni segir; ,,að ekkert liggi fyrir um það í málinu að stúlkan hafi ætlað sér að skella hurðinni á kennarann heldur sé líklegra að hvatvísi hennar hafi ráðið för." Það er augljóst að þeir sem standa að máli gera sig ekki grein fyrir því að hvatvísier eitthvað sem sum börn glíma við í tengslum við skerðingar á einhverfurófi. Svo að líklega hefur þetta eitthvað að gera með hana.

En burt séð frá því...

Börn eru og verða alltaf börn. Slys gerast og munu alltaf gera það. Að mínu mati er um að ræða óþroskaða ákvörðun þar sem einblínt er á barn sem gerandi í aðstæðum sem það augljóslega réð ekki við. Ég efa stórlega að barnið hafi gert þetta viljandi og því finnst mér óskiljanlegt að foreldri hennar þurfi að borga þessa upphæð.

Mér finnst þetta alveg dæmigert íslenskt mál þar sem ekki er kafað ofan í kjölinn heldur horft á yfirborðið sem segir ekki nema hálfa sögu - ef það. Ég held það væri nær að skólinn/bærinn greiddu e-rja upphæð í skaðabætur fyrir kennarann, við hugsum okkur tvisvar um afleiðingar eineltis á börn og hættum að horfa stöðugt á vandamálin á röngum stöðum.

Mér er flökurt!


mbl.is Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin í hópinn, næ ekki upp í nefið á mér af hneykslan 

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 18:20

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mikið er ég sammála þér.  Er svo reið yfir þessu.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.3.2008 kl. 18:34

3 identicon

Ég er svo sammála, mér finnst þetta fáránlegt. Þá að hægt sé að kæra foreldra barn fyrir slys! Það er ég alveg viss um að stúlkan hefur ekki ætlað að slasa neinn, og viðbrögð hennar að vissu leyti eðlileg, miðað við að hún hafi verið að flýja einelti.

Hvers lags heimur er þetta sem við búum í? Ég bara spyr...

Þorbjörg Dagný Kristbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 18:50

4 identicon

Sammála þér, er óhætt að senda börnin í skóla, ef maður á í hættu að fá 10 miljóna reikning með því heim, mæli með því að allir foreldrar landsins sendi ekki börn sín í skóla fyrr en það er búið að tryggja þessa kennara.

beb (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 19:41

5 identicon

svo má ekki gleyma barninu sem er örugglega í stresskasti yfir þessu og sár sem gróa seint og kannski aldrei.  sendi móðir og barni baráttukveðjur

beb (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 19:43

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Það er fleirum en þér flökurt.. ég hef orðið ógeð á íslensku réttarkerfi eins og það leggur sig.  ég er kominn á þá skoðun að þeir skipist sem dómarar sem eru óhæfir í almenn lögmannastörf.

Óskar Þorkelsson, 14.3.2008 kl. 19:49

7 Smámynd: Dísa Dóra

Ég bara botna ekkert í þessu máli og er búin að missa trú á íslenskt réttarkerfi vegna ástæðna sem ég meðal annars blogga um út frá þessum dómi

Dísa Dóra, 14.3.2008 kl. 22:14

8 Smámynd: Álfheiður Sverrisdóttir

Þetta er alveg algjörlega út í hróa hött. Það er eitthvað rangt við það að kennari sæki 11 ára barn til saka fyrir svona lagað. Þetta veldur mér ógeði, ég gæti aldrei gert þetta, gæti ekki haft þetta á samviskunni.

Álfheiður Sverrisdóttir, 14.3.2008 kl. 23:32

9 identicon

Ég held að þetta mál snúist bara um það hver ber ábyrggð á því sem gerist í skólum landsinns. Það er 10 ára skólaskylda hvort sem barn er með fötlun, eða ekki og hvort sem það hefur góða eða veika geðheilsu. Á hverjum degi koma upp ýmis mál þar sem börn eru að stríða, eða gera grín að hvort öðru og slagsmál og hrindingar fara í gang.  Getur það virkilega verið að foreldrar sem hvergi eru nálægt beri alla ábyrggð? Fullorðnir eiga sér málsbætur td. í heimilisofbeldismálum vegna geðshræringar eða ,,eðlilegrar reiði'' en 11 ára barn á ekki að geta misst stjórn á sér, jafnvel þótt það eigi við alvarlega fötlun að stríða. Af hverju eru skólarnir ekki með heimilistryggingu?

Hugsum okkur um og ekki gleyma að greiða iðgjaldið af heimilistryggingunni. HaHa

hanna (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 02:10

10 Smámynd: Lovísa

Innlitskvitt

Góða helgi,

Kv. Lovísa.

Lovísa , 15.3.2008 kl. 08:48

11 Smámynd: Heidi Strand

Þessi dómur er hneyksli.
Eru kennarar ekki tryggðir í starfi?
 

Heidi Strand, 15.3.2008 kl. 08:52

12 identicon

Að þetta hafi gerst á Íslandi...ég hélt að þetta hafi átt sér stað e-s staðar í Bandaríkjunum þegar ég frétti af þessu!  Hvernig dettur þeim þetta í hug að dæma svona.  11 krakki fær meiri refsingu fyrir að skella hurð á haus kennara en kynferðisafbrotamaður og aðrir meintir ofbeldismenn...HVAÐ ER ÞAÐ!  Ef þessi kennari tekur við þessu, þá er það ekki heil manneskja.  Viljum við hafa svona kennara.  Ég hef þó aldrei haft mikla trú á dómsvaldinu, en þetta er HNEYKSLI!

Kolbrun (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 09:35

13 identicon

shit.... eru börnin sem sagt á ábyrgð foreldra sinna úti á leikvelli líka? eigum við ekki að taka okkur saman og kæra foreldra barna sem stríða öðrum börnum fyrir meiðyrði? (líkt og þau meiðyrðamál sem hafa verið að skjóta upp kolli) við yrðum öll moldrík...

Jón Ingvar (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 10:57

14 identicon

Ég held að ástæðan fyrir hversu margir eru hneykslaðir er hversu ónákvæm þessi frétt í raun er. Hér er dreginn upp sú mynd um ósanngjarnan kennara sem ætlar að græða á óförum sínum á kostnað fatlaðs barns og fjölskyldu hennar. Ég var sjálfur alveg sótillur þar til ég las dóminn en kynnti mér málið aðeins betur. Þetta snýst um leiðinlegt slys sem olli kennaranum tjóni með tilheyrandi afleiðingum. Þar sem ekkert sjálfvirkt bótakerfi fór í gang (fyrir utan veikindadaga) þá þarf hún að fara dómstólaleiðina til þess að krefjast bóta. Kerfið krefst þess að hún sækji málið á þann er olli tjóninu og sinn vinnustað. Ef ég skildi rétt þá er búið að sýkna skólann en tjónvaldur sagður bótaskyldur. Hinsvegar er það Trygginarmiðstöðin sem kemur til með að greiða það og stefndi greiðir engan lögfræðikostnað (gjafsókn). Þetta er hinsvega leiðinlegt ferli og ég vona að það bitni sem minnst á þessari blessuðu fjölskyldu.
Varðandi upphæð bótanna þá er nánast undantekningalaust krafist mjög hárra bóta í svona málum sem enda með að tjónþola eru svo dæmdar miklu lægri bætur. Hinsvegar virðist verjandi ekki hafa fært næganleg rök til lækkunar bóta svo það er nánast öruggt að TM áfrýjar þessu máli og endanlegar bætur verða eflaust miklu lægri.

Arnbjörn (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 11:47

15 identicon

þetta er auvitað með ólíkindum þessi dómur í sjálfu sér ef við tökum sér í lagi fötlun barnsins. En hitt er annað mál að konan er auvitað 25% öryrki eða eitthvað álíka og neyðist kannski vegna skertrar starfsgetu til að sækja málið á hendur barninu. Sorglegt allt saman en hvað á konu greyið að gera??? Ef rétt reynist að konan sé með stanslausa hausverki og vanlíðan og þarf að leita sér hjálpar við því og tapar miklum fjárhæðum í lægra starfshlutfalli til framtíðar, þá verður hún sjálsagt að fara þessa leið þó það sé ótrúlega grimmt eitthvað og sorglegt svona á pappírnunum. Við erum að tala um að móðir fatlaðs barns þarf að greiða 10 milljónir. Maður veit ekki alveg hvað maður á að halda í þessu öllu en já ég finn til með öllum aðilum.

Frelsisson (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 11:54

16 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

er sammála þér, eins og ég bloggaði á mínu bloggi.  Þá á kennarinn alla mína samúð, að verða fyrir slysi sem þessu og verða fyrir þeim afleyðingum sem slysið olli er skelfilegt.   En að kennarinn þurfi að sækja bætur til barnsins er það sem fólk á ekki orð yfir, hvað ef blessuð fjölskyldan hefði ekki verið með tilsetta tryggingu?  svo ég tali nú ekki um allt það álag sem svona mál hefur í för sér.

Ég er flökurt eins og þú yfir réttindamálum fatlaðra einstaklinga og EINNIG réttindum starfsmanna í umönnunarstörfum sem þessum, því jú svona tilfelli geta alltaf komið upp.

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 15.3.2008 kl. 13:34

17 identicon

Mér finnst fáranlegt að kennarar skuli ekki vera betur tryggðir í vinnunni. Eða börnin í skólanum. Og ég er sammála því að þessi dómur er fáranlegur. Mér finnst  að það sé rangt að segja að barn sem er 11 ára(held að hún hafi ekki verið orðin það þegar atburðurinn varð) geri sér grein fyrir afleiðingunum. Hvernig á barn sem er grátandi kannski, hrætt og reitt að geta hugsað um það að það gæti einhver sett hausinn á milli ef það skellir hurðinni til að flýja einelti. Ég á sjálf strák sem er á sama aldri og hann rýkur burt ef hann verður hræddur eða reiður og ég er alveg viss um að þetta er ekki eitthvað sem kæmist fyrir í hugsunum hans á svona stundu. Heldur að komast undan. Svo ég held að fötlun stúlkunnar sé ekki stóra atriðið í málinu.

Hildur Ómarsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 14:08

18 identicon

Kennarinn er eingöngu að leita réttar síns og það kemur fram í fréttinni að kennarinn stefndi bæði Seltjarnarnesbæ og fjölskyldu barnsins.  Það er sem kannski hneykslanlegt í þessu eru tryggingarmál kennara við skyldustörf sín. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 14:56

19 identicon

Hildur, fötlun barnsins er einmitt stóra atriðið í málinu.

Mig langar að benda á viðtal á ruv í kvöld við einn helsta sérfræðing íslendinga í Einhverfu og skyldum fötlunum.

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item196953/

Dómur byggi á vanþekkingu um fötlun

Doktor í einhverfu segir dóm héraðsdóms frá í gær vera dæmi um alvarlega vanþekkingu á fötluninni. Kennara í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi voru dæmdar 10 milljónir króna í skaðabætur vegna þess að 11 ára stúlka renndi hurð á höfuð hennar.

Í dómnum segir að stúlkunni hafi mátt vera ljóst að hættulegt væri að loka hurðinni með afli. Stúlkan er greind með aspergerheilkenni sem er fötlun skyld einhverfu. Evald Sæmundsen, doktor í einhverfu, segist furðu lostinn yfir niðurstöðu dómsins. Tveir sérfræðingar hafi metið hurðina en bæklingur um aspergerheilkenni hafi verið látinn duga til að meta stúlkuna.

Móðir (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 22:07

20 identicon

Móðir, Það sem ég er að meina er að þetta hefði getað verið hvaða barn sem er á þessum aldri óháð fötlun og finnst ekki rétt það sem sagt er í dómnum með að stúlkan hefði átt að vita betur. Ekki á grundvelli fötlunar, heldur atvika og aldurs.

Hildur Ómarsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 22:35

21 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þessi dómur er náttúrulega bara skandall,það að barnið hafi rennt hurðinni á kennararnn er akkúrat ekkert og getur hent hvern sem er,en að dæma móður stúlkunnar til að greiða kennaranum 10 miljónir fyrir þetta er bara algert RUGL og ÞVÆLA.

Barnið er með vott af einhverfu og því gerir barnið sér minni grein fyrir afleiðingum gerða sinna og ég trúi nú ekki öðru en að hæstiréttur hnekki nú þessum dómi og jafnvel sendi málið aftur heim í hérað og fari fram á nánari rannsókn.

MÉR ER LÍKA FLÖKURT.

Magnús Paul Korntop, 16.3.2008 kl. 15:47

22 identicon

Ef barn veldur tjóni hver á þá að bera skaðann?

Ef tryggingafélag fjölskyldu barns neitar að greiða skaðabætur þarf tjónþoli að sækja sitt mál. Ég er 100% viss um að kennarinn hefði, ef hún mögulega hefði getað, sótt mál sitt beint gegn tryggingafélaginu en lögin gera það ekki mögulegt.

Margir hér setja málið barnalega upp, að kennarinn sé að kæra barnið eða sækja fé til fjölskyldu þess. Málið snýst ekki um það að þetta sé sök barnsins heldur hver eigi að bera skaðann. Kennarinn á ekki að þola sinn skaða bótalaust bara vegna þess að tjónvaldur er barn (fatlað eða ekki). Tryggingafélag - annað hvort skólans eða fjölskyldu barnsins (eins og raunin varð) - á að greiða tjónþola bætur.

Magnús (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband