Góða helgi

Freyja_Alma

Það mætti halda að það væri gúrkutíð hér á bæjum en svo er ekki - það gefst einfaldlega lítill tími til að hripa niður nokkur orð. Við erum báðar á fullu í náminu, upplestrum, ég í fyrirlestrum og Alma í námskeiðahaldi sem er heldur betur að vinda upp á sig og mikill áhugi hefur beinst að.

Upp á síðkastið höfum við heimsótt Réttarholtsskóla, Hjallaskóla og Langholtsskóla og munum heimsækja Hamraskóla í næstu viku. Þetta eru búnar að vera frábærar stundir sem við höfum átt með nemendum og oftar en ekki setið heillengi í umræðunum þar sem allt milli himins og jarðar er rætt. Þessar heimsóknir hafa gefið okkur Ölmu heilmikið og við búnar að læra jafnmikið og nemendur af okkar fræðslu.

Sjálf hef ég verið út um víðan völl með fyrirlestra - fór í FVA í síðustu viku á þemadaga, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vesturlendi (Borgarnesi) þar sem ég var fyrirlestur um þá þjónustu sem ég hef í dag og var einnig með fræðslu á námskeiði fyrir foreldra barna með sérþarfir sem eru að hefja skólagöngu. Ég var farin að sakna fyrirlestrana sem hafa þurft að víkja fyrir upplestrum og náminu og því var voða notalegt að dusta af mér rykið í þeim bransanum.

Annars ætla ég að leyfa ykkur að fara inn í helgina með sama brosið og þessi töffari hér að neðan. Ég kynntist honum á OI ráðstefnunni 2004 og er hann einn sá mesti sjarmör sem ég hef kynnst um ævina. Ég fann þetta ,,myndband" af algerri tilviljun þegar ég kíkti inn á YouTube um daginn - ég held að það fari ekki fram hjá nokkrum manni eftir áhorfið að brothætt bein, gifs, hjólastóll og annað vesen þarf ekki að koma í veg fyrir hamingju, þátttöku og gleði.

Góða helgi

- Freyja


Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Hann er bara yndislegur og þetta bros gjörsamlega bræðir mann

Dísa Dóra, 7.3.2008 kl. 15:33

2 identicon

Ji, ég sit bara með kökkinn í hálsinum eftir að horfa á þennan engil! Yndislegur :) Sjáumst bráðlega, Huld.

Huld Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 16:23

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kanteruð snilld að sjá.

Takk fyrir að ~nenna~ að gefa svona mikið af þér til okkar hinna, (eins & únglíngarnir segja gjarnan), & mikið held ég að við hin líka séum að læra af þér.

Steingrímur Helgason, 7.3.2008 kl. 21:15

4 identicon

Takk fyrir þetta. Hann er alveg yndislegur þessi drengur. Og takk fyrir að leyfa okkur að lesa pistlana þína. Þú ert alveg frábær.

ókunn (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 23:47

5 Smámynd: Birna Rebekka Björnsdóttir

Takk fyrir að deila þessu brosi með okkur :)

Góða helgi

Birna Rebekka Björnsdóttir, 8.3.2008 kl. 00:10

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Maður getur ekkert sagt...nema hann er yndislegur

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.3.2008 kl. 18:08

7 identicon

Eggjastokkarnir tóku kipp  Hann er algjört rassgat, algjör töffó.

Kv Alla

Aðalheiður Þórisdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 11:53

8 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Mikill karakter þessi drengur,alveg yndislegur...

Agnes Ólöf Thorarensen, 9.3.2008 kl. 23:12

9 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

takk

Þórunn Óttarsdóttir, 10.3.2008 kl. 13:54

10 identicon

Takk fyrir mig , ég er orðin ástfangin af þessu krútti

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 17:34

11 identicon

Þetta var yndislegt.

Svava (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband