,,Þú ert alltaf svo vel snyrt"

Ég þekki konu sem ég hitti reglulega á förnum sem er verulega dugleg að hrósa mér fyrir furðulegustu hluti. Hún er sérstaklega dugleg að tilkynna mér hvað ég líti vel út, sé vel til höfð og eins og hún orðar það ,,svo smart." Þetta væri í raun gott og blessað, þrátt fyrir tilheyrandi roða í kinnum og vandræðalegheit af minni hálfu, ef ég væri ekki farin að sjá í gegnum þessar endalausu dásemdir hennar.

Einn morguninn hitti ég hana og hún segir út í loftið ,,jiii, hvað þú ert alltaf smart." Ég byrjaði að flissa um leið og hún gekk í burtu því ég var nývöknuð, með stírur í augunum, hárið út í loftið, í addidas (að mér finnst) ljótum buxum og eins mygluð og kona getur verið í morgunsárið - semsagt, alls ekki mjög smart.

Í dag hitti ég hana og var kannski ekki eins slæm og hér er lýst að ofan en enn á ný í þessum blessuðu addidas buxum, með blautt hár eftir sundþjálfun, ómáluð og bara frekar tuskuleg fyrir minn smekk. ,,Þú ert alltaf svo vel snyrt" segir hún þá með sínu yfirborðskennda brosi.

Ég og aðstoðarkona mín pissuðum næstum í okkur úr hlátri. Það mætti halda að ég væri hundur, svo vel snyrt og svona...

Það er alveg dásamlegt hvað fólk getur fyrir yndislegt þegar það hefur EKKERT að segja - heimurinn væri sko fúll án þess. Allavega er ég með harðspennur í maganum eftir skemmtunina sem fólst í þessu atviki.

Hvað segiði, eruð þið ekki annars vel snyrt?

HDpink_Ballerina-Paris


Athugasemdir

1 identicon

ha ha ha snilld vildi að ég hefði hitt þessa konu í dag ég var eimitt svo vel snyrt með hárið út í loftið geðveik mygluð,en það ekki náttúruleg fegurð sem er aðal málið :)

Þóra Kristín (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 19:08

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ææææ...mér veitti sko ekki af svona uppörvun...þrátt fyrir að hún sé kannski ekki alveg sannleikanum samkvæm

Rúna Guðfinnsdóttir, 19.2.2008 kl. 19:41

3 identicon

Hahahaha vel snyrt.. þetta slær liggur við út því sem vinkona okkar sagði hérna um árið:.. "Heiða, ertu að passa??"

kv. Heiða

Heiða Björk (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 22:08

4 Smámynd: Kolgrima

Þetta er nú bara fyndið!

Kolgrima, 19.2.2008 kl. 22:50

5 identicon

Þú hlýtur nú að vera alltaf vel snyrt með vörurnar frá Make Up Store

Margrét (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 00:37

6 identicon

Ég sé nú bara fyrir mér Eddu Björgvins þegar hún skrapp til Eggerts kantskera hahaha

Held ég þurfi að snyrta mig allhressilega á morgun, farin svona seint að sofa...

heiða (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 03:33

7 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ég er aldrei einsog þessi krúttilegi hundur sem er þarna, ég er frekar einsog bprder collie sem er nýbúin að stökkva í drullupoll og hrista sig

Ásta María H Jensen, 21.2.2008 kl. 18:24

8 identicon

Mér finnst reyndar alveg óþarfi að skrifa í svona hæðnistón um þessa greinilega indælu konu sem var bara að reyna að gera þér glaðan dag ... það er nú bara mín skoðun

Sigrún (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband