Upplestrar

8341_img_9873%20(medium)_640_480 8342_img_9874%20(medium)_640_480

Við Alma höfum ákveðið að halda áfram með upplestra úr bókinni Postulín þrátt fyrir að jólavertíðin sé afstaðin. Tíminn var mjög ánægjulegur og gekk sérstaklega vel í heimsóknum til unglingadeilda grunnskóla en þar lásum við upp úr þeim hluta sem tekur á unglingsárum mínum. Við ætlum því að bjóða 8.-10. bekkjum grunnskóla upp á upplestur nú næstu vikurnar. Mikill áhugi hefur skapast og þau mikið spurt sem við sjáum enga ástæðu til að hætta núna. 

,,Það var einstaklega ánægjuleg stund þegar Freyja og Alma heimsóttu Heiðarskóla en  þær fluttu áhugaverða kafla úr bók sinni Postulín fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Allir í skólanum voru afar ánægðir með heimsóknina og það var sérstök upplifun að verða vitni af því þegar nemendur komu til  Freyju og sögðu henni að hún hafi breytt viðhorfi þeirra. Þessi stund mun seint líða okkur úr minni.” - Sóley Halla Þórhallsdóttir, Aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla Reykjanesbæ 

,,Freyja og Alma komu til okkar í Hlíðaskóla og lásu upp úr bók sinni Postulín. Þessi stund verður ógleymanleg öllum viðstöddum og náðu þær einstöku sambandi við unglingana sem á hlýddu. Upplesturinn hafði þroskandi og djúpstæð áhrif á nemendur sem fengu um ótal margt að hugsa. Saga Freyju snart þá og nemendur geyma minningarnar um þessa stund í huga sínum og hjarta um ókomin ár.” - Aðalheiður Bragadóttir, Náms-og starfsráðgjafi Hlíðarskóla 

Að sjálfsögðu er öllum frjálst að hafa samband vegna upplestra; samtökum, fyrirtækjum og stofnunum. Þó við munum leggja áherslu á ungmennin erum við opnar fyrir öllum. Hægt er að hafa samband við okkur á netfangið almaogfreyja@forrettindi.is. 

Greiðsla er í samræmi við sanngjarnan taxta rithöfundasambands Íslands.


Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Bókin er æðisleg. Takk fyrir mig.

Heiða Þórðar, 18.1.2008 kl. 23:07

2 Smámynd: Þórunn Eva

Æðislegt framtak....   

Þórunn Eva , 21.1.2008 kl. 12:39

3 identicon

Til hamingju með bókina,  hún er algjör gullmoli

 og þessar heimsóknir ykkar eru glæsilegt framtak, keep up the good work

Guðrún Steinþórsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 23:37

4 Smámynd: Ásta

Æðislegt framtak - gangi ykkur vel

Ásta , 23.1.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband