Myndir segja meira en þúsund orð

Snillingurinn hann Hlynur Hafsteinsson frændi minn tók ljósmyndir í útgáfugleðinni okkar í gær og viljum við deila nokkrum með ykkur. Ef þið viljið sjá fleiri myndir eftir Hlyn endilega smellið hér.

null

Útstilling í glugga fyrir útgáfugleðina í bókabúðina Iðu

 null

Í viðtali hjá Ellý í Sviðsljósinu

null

Að árita fyrir eina af mínum bestu vinkonum með hjálp Ölmu.

null

Aðeins of busy til þess að horfa í linsuna en.... sætar samt og mjög hamingjusamar með yndislegt kvöldið! Wink


Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir boðið í útgáfuteitið! Hefði mikið viljað vera með ykkur á þessum gleðidegi! Í staðinn er ég búin að liggja yfir bókinni, kláraði hana á einum degi og langar að lesa hana aftur! Vel skrifuð í alla staði og gaman (og erfitt) að fara aftur í tímann með þér Freyja. Sakna þín Freyja mín, haltu svona áfram!

Þín frænka, Huld.

Huld Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 21:36

2 identicon

Sæl Freyja,

Til hamingju með bókina þína og Ölmu.  Er búin að fjárfesta í eintaki og get ekki beðið eftir að byrja að lesa.

Ég hef fylgst með þér gegnum tíðina þó ég þekki þig ekki.  Þú gefur svo mikið af þér að eftir er tekið.

Margrét (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 08:55

3 identicon

Hæ hæ,

Missti af ykkur í gær, hvar get ég fengið áritun í vikunni ?  Frábært ef ég veit fyrirfram hvar og hvenær ég næ ykkur, orðin mjög spennt að lesa bókina en langar í áritun.

Bk Alla

Aðalheiður Þórisdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 21:07

4 identicon

Til hamingju með bókina og útgáfuteitið!  Mikið hefði ég vilja koma og takk kærlega fyrir boðið.  Gaman að geta séð myndirnar og heyra að þið skemmtuð ykkur vel.  Hlakka til að sjá ykkur norðan heiða fljótlega....

Karen:)

Karen (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband