Að sjá fræin verða að uppskeru

Í dag förum við í Borgarholtsskóla í upplestur og á morgun. Þá förum einnig í:

  • Áritun í Hagkaup í Smáralind kl. 13:00-14:00
  • Upplestur í Duus-húsinu í Keflavík 15:15
  • Söfnun hjá Mac til styrktar Alþjóðlega alnæmisdeginum seinni partinn.

Annars eru nýjustu fréttir að hljóðbókin er komin út. Hún tafðist örlítið því miður en er nú mætt sem er fyrir öllu.

Ég á að vera læra. Nenni því ekki. Er enn í sæluvímu yfir gærdeginum en þá héldum við Alma útgáfugleði vegna Postulín í Iðu á Lækjargötu. Þrátt fyrir mikið stress fyrr um daginn tókst teitið ótrúlega vel, fengum fullt af frábærum gestum, snilldar píanóleikara og auðvitað sungu Alma, Klara og Steinunn í Nylon nokkur velvalin lög fyrir fólkið.

Þetta var svo óraunveruleg stund.

Fyrir tveimur árum sátum við Alma inn í herbergi hjá mér og ákváðum að skrifa bók en vissum ekkert hvernig, með hverjum og hvenær - við ætluðum bara. Fyrir ári síðan settum við markið á þetta haust en vissum varla ennþá hvernig í ósköpunum við færum að því. Um mitt sumar kom Salka forlag til sögunnar og fóru þá hjólin að snúast fyrir alvöru - dyrnar að þessu hvernig? opnuðust.

Ef við Alma vorum ekki saman vorum við talandi í síman hvor við aðra eða sendandi tölvupósta, ef við vorum ekki að skrifa töluðum við um hvað við ætluðum að skrifa og ef við vorum ekki að tala um það vorum við hugsandi um efnið.

Fólk talaði oft um að það næði engu sambandi við mig og að ég væri svo utan við mig - bókin var einfaldlega lífið og fátt annað komst fyrir í huganum. Á köflum virtist vinnan óendanleg og óyfirstígandi en alltaf vorum við staðfastar, bókin átti að koma út. Hugurinn var fastur í haustinu 2007.

Draumar verða að veruleika, væntingar að árangri og fræ að uppskeru. Það sáum við báðar í gærkvöldi.

Við þökkum Sölku, fjölskyldum okkar, vinum og öðrum góðum gestum kærlega fyrir komuna og hvatningu í gærkvöldi.


Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ,

Mikið held ég að þetta hafi verið skemmtilegur tími hjá ykkur. Draumurinn hefur ræst, það hefði nú ekki verið leiðinlegt að vera í Iðu og heyra hana frænku mína , Steinunni syngja. Ég heyri allt og sjaldan opinberlaga. Hvað þá að hitta Steinunni. Jæja að Postulini. ég næli mér í eintak af hljóðbókinni í næstu búðarferð og verð örugglega ekki lengi að lesa hana , kanski á einum degi eða tveim. Á þessum tíma er lærdómurinn alveg í hvíld.

Kveðja 

til ykkar beggja,

Elísabet. 

Elisabet Sigmars (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband