Frábær kvöldstund

IMG_2797

Í félagsmiðstöðinni við Háteigsskóla 

Í kvöld heimsóttum við félagsmiðstöðina við Háteigsskóla og lásum upp úr Postulín. Um var að ræða stelpukvöld og var Marta María einnig að lesa upp úr bókinni Ef þú bara vissir. Að loknum upplestrum bjóðum við Alma oft upp á fyrirspurnir og er afar misjafnt hversu góð umræða kemst af stað. Í kvöld átti sér stað frábær, löng og innihaldsrík umræða sem spratt upp frá spurningum stelpnanna og vangaveltum. Nú hef ég haldið tugi fyrirlestra og fengið ótal spurningar en ég held að opinleiki og frumkvæði áheyranda í kvöld hafi slegið öll met.

Það þarf hugrekki til að þora að spyrja og því mega þessar flottu Háteigsstúlkur vera mjög stoltar af sér. Mér finnst svo gott þegar fólk þorir að spyrja því þá veit ég að það fer ekki heim með höfuðið fullt af spurningum og þarf ekki að búa sjálft til svörin. Einlægni og forvitni er mikilvæg forvörn gegn fyrirfram ákveðnum hugmyndum og fordómum að öllu tagi.

Annars þökkum við fyrir skemmtilegar kveðjur vegna Ísland í dag - þið eruð æðisleg. Einhver lítill fugl hvíslaði að mér að innan tíðar muni birtast hér reynslusaga Ölmu um það þegar hún vaknaði fötluð einn góðan veðurdag. Þið sem misstuð af þættinum getið horft hér.

Góða nótt!

Kv. Freyja


Athugasemdir

1 identicon

Hæ Freyja og Alma!

Mikið var ég glöð að fá að hitta ykkur í gær. Svo gott hvað þið báðar voruð tilbúnar að gefa af ykkur og vera einlægar. Freyja;þá sá maður auðvitað manneskjuna, þig, en ekki einhverja fötlun. Og svo var svo dásamlegt að heyra að þú hafðir sömu vangaveltur um lífið og tilverunna sem og flestar aðrar stelpur/konur s.s. er ég nógu flott/smart/samþykkt af hinum. Þú gast gefið langt net þessum samfélagslega þrýstingi og sæst við sjálfa þig og útlit og verið þú sjálf og það er hvatning til okkar hinna að gera slíkt hið sama.

Þú ert risi Freyja.

Kveðja úr 105. Hrefna

Hrefna (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 10:31

2 identicon

Sælar

Ég er loksins kominn með bókina ykkar , er byrjaður að lesa fyrstu kaflanna og líkar svakalega vel á bókina. Ég var búinn að hlakka til að fá bókina síðan ég heyrði af henni fyrst og hef haft mjög gaman af blogginu ykkar hingað til.

Afsakið allar villur í textanum aðstoðarmaður minn pikkaði. :)

Kveðja Karl Guðmundsson.

Kalli (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 13:25

3 identicon

Hæ, bókin var að poppa inn um lúguna hjá mér :) Takk fyrir kveðjuna inni í henni :) Nú verður skotið rótum í sófanum og lesið ;) Kveðja, Huld.

Huld Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 14:06

4 identicon

Hæ hæ báðar tvær,

Mikið er ég sammála því að þarf hugrekki til að spyrja spurniga eins og gætu komið upp á svona fyrirlestir en það á líka að bera virðingu fyrir krökkum ,unglingum sem þora að spyrja.

Ég hlakka mikið, mikið til að fá bókina. Ég gáði síðast í dag en þá var hljóðbókin ekki komin. Ég varð að ath, þrátt fyrir að vita af seinkun.

Elísabet Sigmars (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 23:18

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þið eruð bara æðislegar stelpur, ekkert minna. Ég hlakka til að lesa bókina.

Rúna Guðfinnsdóttir, 30.11.2007 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband