Áritun á morgun - Kringlunni

 

Á morgun verðum við Freyja að árita bókina okkar Postulín á milli kl.16-18 í Eymundsson Norðurkringlu. Vonumst til að sjá framan í sem flesta.. 


Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Erla Sumarliðadóttir

Hæ, Stelpur. Reyni að mæta eftir vinnu og fá áritaða bók. Ekki léleg jólagjöf það.

Þú ert hreint ótrúlega sterk Freyja mín.   

Þú kennir okkur hinum, sem lítum á kroppin okkar svo sjálfsagðan,að meta það sem við höfum.  Takk....

Guðrún Erla Sumarliðadóttir, 22.11.2007 kl. 22:59

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Maður verður að mæta held ég, þetta er allavega bók sem mig langar að eiga.  Mér finnst þessi bók ætti að vera skildulesning fyrir nýja starfsmenn hjá svæðisskrifstofu og helst bara fyrir fólkið í landinu. 

Það er svo mikilvægt að skilja hvort annað og fyrir mitt leyti hef ég mikin áhuga hvernig líf þitt hefur verið, enda ótrúlegt að fylgjast með þér.  Það verður líka spennandi að sjá hvernig samvinna ykkar er í þessari bók og hvernig hún er skrifuð.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.11.2007 kl. 12:41

3 identicon

Ég styð Hönnu í því að þetta ætti að vera skildulesning fyrir nýja starfsmenn ég bý þannig að ég ætla að gefa starfsmönnum þessa bók í jólagjöf því ég veit að þeir læra vel af henni

jón (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 03:15

4 identicon

Bókin er á leiðinni til mín í pósti! Get ekki beðið! Fæ ég ekki örugglega áritun í febrúar þegar ég kem heim? ;) Ha, ha!

Huld Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband