Kastljós

Fyrir þá sem misstu af okkur í Kastljósinu í gær, já, eða langar til að horfa aftur, er bein slóð á viðtalið hér. Wink Starfsmenn þáttarins tóku virkilega vel á móti okkur og andrúmsloftið var afslappað og notalegt. Það skiptir öllu máli.

Takk fyrir jákvæðu commentin, bæði hér og á förnum vegi - þið eruð frábær. Margir eru að forvitnast um hvenær bókin komi út en það er ekki kominn fastur dagur ennþá, við látum ykkur vita um leið.

Eigið góðan dag,

- Freyja


Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Þið stóðuð ykkur frábærlega og mér fannst lokaorðin þín Freyja svo sönn.  Óskandi væri að allir næðu að horfa framhjá fötluninni á persónuna sjálfa í samskiptum sínum við fatlaða.  Stundum segi ég reyndar að það sé svo að það eru við sem erum "normal" sem erum haldin fötlun - þeirri fötlun að einmitt geta sjaldnast horft á persónuna en ekki fötlunina.

Takk fyrir mig  

Dísa Dóra, 31.10.2007 kl. 13:20

2 Smámynd: Ásta María H Jensen

Æðislegt að horfa á kastljós, Freyja þú ert svo sönn einsog að venju.  Alma æðisleg vinkona.  Þið eruð frábærar saman.  Ég hlakka til að lesa bókina.

Ásta María H Jensen, 31.10.2007 kl. 14:17

3 identicon

Mjög flott viðtal og þið báðar algerar hetjur!

DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 14:48

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þú ert hreint mögnuð Freyja og getur maður lært svo ótal margt af þér.

Megi þér ganga vel og óska  ég þér alls hins besta.

Rúna Guðfinnsdóttir, 31.10.2007 kl. 15:46

5 identicon

Þið tvær eruð eitt besta tvíeyki sem hefur verið til lengi.

Jón Þór Ólafsson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 16:15

6 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

frábært viðtalið við ykkur. Þið eruð að gera frábæra hluti og ætla ég að eignast bókina. Gangi ykkur vel.

kv Sirry 

Sigríður Jónsdóttir, 31.10.2007 kl. 16:34

7 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Sælar kerlur! Frábært viðtal við ykkur og ættuð þið eiginlega bara að vera fastagestir í Kastljósi til þess hreinlega að koma vitinu fyrir landann . Bókin ykkar verður eflaust jólabókin í ár! Gangi ykkur sem allra best á lokasprettinum.

Kristbjörg Þórisdóttir, 31.10.2007 kl. 17:58

8 identicon

Sá viðtalið í gær.....þið stóðuð  ykkur eins og hetjur ! 

Melanie Rose (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 18:02

9 identicon

Þið þekkið mig ekki og ég ekki ykkur, en ég sá viðtalið í Kastljósi og dáðist virkilega að því hversu vel þið stóðuð ykkur báðar í viðtalinu. Ég hafði áður heyrt um átak Freyju þegar hún hélt alla fyrirlestrana í framhaldsskólum landsins og fannst það mjög aðdáunarvert framtak. Þarna, hugsaði ég mér sjálfri mér, er komin fram einstaklingur sem á alla virðingu skilið fyrir hugrekki og sannan kraft. Mér finnst átak ykkar og kraftur enn meira virði vegna þess að ég geri mér fulla grein fyrir því að Freyja hefur þurft að berjast miklu meira en flestir aðrir til að njóta sömu lífsgæða og við hin "heilbrigðu" tökum sem gefnum.

Svo til hamingju með kraftinn, hugrekkið og viljan til að stíga fram og opna nýja sýn á veruleikann. Megi bókin ykkar fá hið besta brautargengi og opna augu margra.

Til hamingju stúlkur.

Sirrý (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 08:37

10 identicon

Rosalega var gaman að sjá enn eitt flott viðtalið Freyja mín!  Þið vinkonur eruð mjög góðar í að koma öllu svo skemmtilega í orð og ég get ekki beðið eftir bókinni!! 

Bestu kveðjur,

Karen

Karen Júlía Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband