Postulín

Þá er bókin komin með nafn loksins eftir miklar vangaveltur, Postulín. Stökk bein mín gerðu það að verkum að á fyrstu árum ævi minnar mátti ekkert á móti blása án þess að ég brotnaði. Til að útskýra ástandið fyrir foreldrum mínum í upphafi var beinunum líkt við örþunnt postulín. Það leið ekki á löngu þar til fjölskyldan, meira í gríni en alvöru, kallaði mig stundum postulínsdúkku. Að þeirri ástæðu og ýmsum öðrum endurspeglar titillinn lífshlaup mitt og varpar ljósi á upplifun mína og viðhorf gagnvart fötlun minni og lífinu í heild. Nú er búið að hanna blöðung sem þið getið nálgast hér.

Í dag fórum við á fyrstu upplestur okkar og var hann hjá Rótarý í Garðabæ. Það var eins og við mátti búast tekið vel á móti okkur, við áttum góða stund og stigum okkar fyrstu skref í upplestri utan veggja heimilisins. Joyful Við þökkum fyrir okkur.

Nú erum við í óðaönn að bóka upplestra og má senda inn eftirspurn á almaogfreyja@forrettindi.is - við erum opnar fyrir öllu.

Við þökkum fyrir góðar viðtökur á færslunni hér fyrir neðan, það er svo gaman að heyra og sjá hvað þið hafið að segja. Hvatning ykkar er ómetanleg!

Kv. Freyja


Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega til hamingju með bókina og nú get ég byrjað að hlakka til að lesa þessa bók

Jón Þór Ólafsson (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 21:51

2 Smámynd: Ester Júlía

Frábært! Innilega til  hamingju!  Þessa bók ætla ég klárlega að lesa .  Nafnið á bókinni er snilld.  Gæti ekki verið betra!

Ester Júlía, 29.10.2007 kl. 22:51

3 Smámynd: Embla Ágústsdóttir

Til hamingju stelpur!
Ég er nú ekki þekkt fyrir að lesa mikið en þetta verður án efa ein af þeim fáu bókum sem ég mun lesa spjaldanna á milli

Gangi ykkur vel að fylgja þessu flotta verki eftir

Embla Ágústsdóttir, 30.10.2007 kl. 00:28

4 identicon

Til hamingju, glæsilegt!

Huld Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 08:39

5 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

TIl hamingju með bókina.  Það sem þið eruð að gera er að auka skilning almennings á lífi fatlaðra, en það eru allt of margir eru hræddir við það ókunnuga, skilja og vita ekki hvernig eigi að koma fram við þá sem eru fatlaðir.  Bókin gerir ykkur að hversdags-hetjum.  Ég er ekkert smá stolt af ykkur, get ekki beðið eftir að lesa bókina.  Takk fyrir þetta stelpur.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 30.10.2007 kl. 13:12

6 identicon

Er ekki að styttast í að bókin komi út ?    

Kv Alla

Aðalheiður Þórisd (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband