Að sýna virðingu í verki

 

 

 

 

 

 

 

 

Á ráðstefnunni Mennt er máttur í dag.

Ég held það sé alveg tímabært að skella inn færslu, biðst afsökunar á blogg-þurrðinni. Í dag kom út bæklingur eftir mig um samstarf stuðningsfulltrúa og nemenda í skólum. Námsgagnastofnun gefur út bæklinginn, Minningarsjóður Margrétar Björgólfs styrkti mig við skrifin og Sigrún Eldjárn myndskreytti. Dóra S. Bjarnason prófessor í Kennaraháskóla Íslands og Hrafnhildur Ragnarsdóttir sérkennari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ leiðbeindu mér og studdu við skrifin. Ég er öllu samstarfsásfólki mínu í þessu verkefni mjög þakklát, það er alltaf gaman að sjá uppskeruna af því sem maður sáir.

Eftir ráðstefnuna Mennt er máttur sem var í Þjóðminjasafninu um skólamál barna með sérþarfir afhenti ég formanni menntasviðs Reykjavíkur bæklinginn og að sjálfsögðu öllum þeim sem vildu fá og skoða. Ef þið hafið áhuga á sjá brot úr honum og vita meira var viðtal við mig í fréttunum í kvöld.

Ráðstefnan sjálf var góð og margir áhugaverðir fyrirlestrar voru fluttir. Það fer ekkert á milli mála að öll viljum við sjá bætta stöðu nemenda með sérþarfir en að sjálfsögðu hafa ekki allir sömu skoðanir. Ég er persónulega mikill aðdáandi skóla án aðgreiningar og trúi því að öll börn, burt séð frá stöðu sinni, geti gengið í sinn hverfisskóla ef þau fá góða aðstoð og eru umvafin starfsfólki sem veit hvað einstaklingsmiðun er. Með fullri virðingu fyrir sérskólum tel ég þeirra starf vel geta farið fram í heimaskólum barna. Skólinn endurspeglar að mörgu leiti samfélagið og ef aðgreining á sér stað í skólum er ekki hægt að búast við einu samfélagi fyrir alla. Erindið sem ég flutti á ráðstefnunni í dag má nálgast hér.

Annars er allt á fjórða hundraðinu hjá okkur í bókinni, verið er að leggja lokahönd á kápu, myndir og texta og erum við að sjálfsögðu ótrúlega spenntar yfir því að hún sé að fara prentun. Alma er á fullu með Nylon þessa dagana enda safnplata að koma út um jólin hjá þeim. Allt í gangi í einu hjá okkur báðum en það er bara gaman, við fílum ekki lognmollu. Cool

Við lofum að vera duglegri að blogga en síðustu vikuna.

Kv. Freyja


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband