,,Öllum áföllum fylgir einhver hamingja."

 Pallborðsumræður að loknum erindi 

Við Alma vorum að koma af ráðstefnunni ,,Manna börn eru merkileg" sem var haldin á Grand hótel í dag en þar flutti ég erindi um upplifun mína af því að vera fatlað barn. Landssamtökin Þroskahjálp stóðu fyrir þessum atburði.

Á ráðstefnunni var talað um barnið sjálft, manneskjuna á bakvið fötlunina. Skerðing barna er alltaf í hávegum höfð í stað þess að horfa framhjá henni og sjá karakterinn og persónuleikan, það var gert í dag.

Þarna töluðu fötlunarfræðingar, fagfólk, umboðsmaður barna og margir aðrir. Við heilluðumst báðar mikið af Sigurði Sigurðssyni þroskaþjálfa sem er faðir fatlaðrar stúlku. Hann talaði um reynslu sína sem foreldri af stakri einlægni, reisn og jákvæðni - slíkt er alltaf gaman að heyra. Orð hans voru mjög falleg; ,,Það er lúxus að eiga fatlað barn" ,,Öllum áföllum fylgir einhver hamingja" og ég held að það segi flest sem segja þarf um hans viðhorf.

Þroskahjálp mun birta þessi erindi á síðu sinni næstu daga og látum við ykkur vita þegar við sjáum að þau eru komin inn.

null 

Yfir í allt annað, þið hafið líklega tekið eftir þessum bleiku sveppum hér að ofan sem eru út af fyrir sig ekkert sérstaklega smart en okkur langar að leggja okkar að mörkum og minna á BLEIKU SLAUFUNA, átakið um brjóstakrabbamein. Þess vegna viljum við vera bleikar og þetta er eina útlitið í þeim lit. Við látum því "kúlið" að sjálfsögðu fjúka fyrir góðan málstað!

Sérstakar þakkir sendum við til ykkar sem eruð að lesa og skrifa svona fallega hér, það er okkur ómetanleg hvatning. Þessi opinberun með bókinni er stórt skref fyrir mig svo að ykkar orð eru okkur mikils virði.

Eigið þið kózý laugardagskvöld,

- Freyja


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband