Viðtalið komið á netið

Sælt gott fólk

Mikið er veðrið yndislegt þessa dagana, eitthvað annað en rokið og rigningin. Það er vonandi að það haldist!

Viðtalið á Bylgjunni hjá Valdísi Gunnars er nú komið á netið og getið þið smellt hér til að hlusta. Alma kom inn í síðasta hluta viðtalsins og las upp úr bókinni svo þetta var fjölbreytt og notaleg morgunstund. Bakið er komið í gott horf, held þetta hafi verið afleiðing af miklu hamri á lyklaborðið á tölvunni og stressi. Ótrúlegt en satt fæ ég stundum í bakið af stressi.

Annars er allt á fullu, við að lesa yfir fyrir umbrotið, vorum að velja myndir til að hafa inn í bókinni hjá Sölku í dag og erum í stöðugum pælingum í sambandi við kápuna. Þetta er allt mjög spennandi og við höldum ótrauðar áfram.

Við höldum ykkur upplýstum. Wink

Njótið lífsins!


Athugasemdir

1 identicon

halló stelpur mínar...

Ég mátti nú til að látas ykkur vita , en það hefur svo sannarlega rignt yfir mig pósti í gær og í dag, þar sem okkur öllum er þakkað fyrir þá gjöf sem við færðum á öldum ljósvkans í gærmorgun!

Ég sendi Ölmu póst frá manni sem eru fullur þakklætis og mikið væri gaman ef þið mynduð nú birta það fallega bréf á blogginu ykkar..

Gott að vita núna hvar þið eruð á bloggi, ég mun fylgjast með framvindu mála!

Kærar þakkir báðar tvær fyrir að kveikja kertaljós í hjörtum hlustenda minna á sunnudagsmorgun, og haldið ykkar striki..

Inní í hjartað mitt náðuð þið og þangað er erfitt að komast..

ástarþakkir stelpur..

kveðjur frá Hrafni til Freyju.

Valdís Gunnarsdóttir

Valdís Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 18:21

2 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Ég heyrði viðtalið auglýst og ákvað í framhaldinu að stilla vekjaraklukkuna á 9:00 á sunnudagsmorguninn til að hlusta og sé sko ekki eftir því. Virkilega fræðandi og skemmtilegt viðtal við þig Freyja og áhugavert að heyra Ölmu lesa kafla úr nýju bókinni. 

Gangi ykkur vel stelpur! 

Björg K. Sigurðardóttir, 8.10.2007 kl. 20:56

3 identicon

Yndislegt viðtal eins og við var að búast Freyja mín og nú þegar maður er búinn að heyra ponsu úr bókinni er maður auðvitað enn óþreyjufyllri að bíða!!!!  Hlakka svoooo til að kaupa bókina og þú manst að ég er búin að panta áritun!!!

Kossar og knús elsku Freyja mín flotta

Særún

Særún (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 10:55

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sælar, ég hlustaði á viðtalið  við þig  hjá Valdísi Freyja og fannst það afskaplega áhugavert.  Ég hitti þig  þegar þú komst í heimsókn í Hraðbraut og fluttir frábæran fyrirlestur og snertir hjarta mitt og hug og örugglega allra sem hlustuðu á þig. Þú setur ljós í líf fólks.  

Ég hef oft hugsað til þín og dugnaðar þíns síðan þú komst hingað og var hugsi þegar þú fékkst þessa stóru spurningu um hverjir draumar þínir væru. Þú svaraðir því svo stórkostlega vel.  Öll þurfum við víst að huga að því frá tíma til tíma.

Ég hlakka til að lesa bókina sem þið eruð að vinna að saman og langar að fá að fylgjast með þér og afrekum þínum í framtíðinni.

kær kveðja,

Jóhanna

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.10.2007 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband