Freyja á Bylgjunni næsta sunnudag
5.10.2007 | 12:34
Næsta sunnudag verður Freyja í viðtali hjá Valdísi Gunnarsdóttur á Bylgjunni milli kl. 9-12. Vonum að þið látið það ekki framhjá ykkur fara..
Bestu kveðjur,
Alma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Pottur brotinn í aðgengismálum í HÍ
5.10.2007 | 00:59
Alma benti mér á grein í Blaðinu í dag þar sem var viðtal við jafnréttisfulltrúa Háskóla Íslands, þar ríkir nú jafnréttisvika. Þar fjallar hún um hve víða er pottur brotinn í þeim efnum og nefnir sérstaklega aðgengismál fatlaðra nemenda. Ég hef svo sannarlega rekið mig á það og langar að benda ykkur á færslu sem ég skrifaði 1. febrúar sl.:
http://www.blog.central.is/freyzla2706/index.php?page=comments&id=2664440#co
Þessi reynsla var náttúrlega of fyndin til að fara í fýlu yfir henni, þó þetta sé auðvitað mjög alvarlegt mál. Að stærsti háskóli á landinu skuli komast upp með svo lélegt aðgengi er grátlegt og mikil óvirðingu við fólk með fötlun sem vill mennta sig. Þessi dagur varð til þess að ég ákvað að fara ekki í HÍ, umhverfið sagði mér bersýnilega að ég væri ekki velkomin.
Þetta ástand er mjög slæmt en ég vona að sameining KHÍ og HÍ geri það að verkum að bætt verði úr málum. Þrátt fyrir að ekki sé fullkomið aðgengi í Kennó kemst ég um og mæti fólki með heilbrigt viðhorf, bæði starfsfólki og nemendum.
Það er oft erfitt að komast upp metorðastiga þjóðfélagsins án þess að ljúka háskólanámi svo að á meðan ástandið er svona er ekki gert ráð fyrir einu samfélagi fyrir alla.
Kv. Freyja
P.S. Takk fyrir skemmtilegar athugasemdir og fallegar kveðjur, alltaf gaman að heyra i ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Skrifa sögu Freyju" - Grein í Blaðinu í gær
4.10.2007 | 16:11
Við gleymdum alveg að minnast á grein sem birtist í Blaðinu í gær 3. október, í tengslum við bókina.
Slóðin er: http://mbl.is/bladidnet/2007-10/2007-10-03.pdf
Bestu kveðjur,
Alma og Freyja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það eru líka kettir í Kína sem hafa ekkert skott
2.10.2007 | 23:53
Þar sem aðstoðarkona mín var veik í dag hljóp Alma í skarðið og fórum við í sameiningu að heimsækja Norðlingaskóla, en í skólanum er ég að gera verkefni með þremur öðrum stelpum um nemendur með sérþarfir.
Ég hef lengi heillast af stefnu skólans og var spennt að fá loksins að kynnast starfseminni betur, verð þó að viðurkenna að ég hafði engar ofurvæntingar. Þegar við komum tók á móti okkur Sif skólastjóri, annað starfsfólk og að sjálfsögðu börnin sem sýndu okkur skólann sinn af áhuga og stolti. Skólinn hefur þá sérstöðu að vera án aðgreiningar (á borði en ekki á blaði), einstaklingsmiðaður og með þá stefnu að útskrifa lífsglaða, sterka og ánægða nemendur að loknu grunnskólanámi. Skólahúsnæðið er ekki upp á sitt besta enda til bráðabirgða en það var svo skrítið að eftir örskamma stund þarna inni féll það í skugga á góðum anda starfsmanna og barna sem þarna voru.
Eftir að hafa farið hringferð um skólann settumst við hópurinn niður með Sif og hún sagði okkur eitt og annað um starfsemi og stefnu Norðlingaskóla. Það var áhugavert að hlusta á sýn hennar, gríðarlegu þekkingu og reynslu af starfinu sem gerir ráð fyrir fjölbreytni og virðingu í garð allra barna.
Við Alma vorum verulega heillaðar og ánægðar að sjá að skóla af þessu tagi er hægt að halda uppi á raunsæjan hátt svo lengi sem starfsfólk hefur óbilandi trú á því sem það er að gera og kjark til að stíga skrefinu lengra. Saga sem lýsir skólastarfinu er hér og margt er til í henni.
Börnin voru auðvitað yfir sig hamingjusöm yfir því að fá Ölmu í skólann og fengu sum eiginhandaráritun. Mjög krúttlegt. Ég fangaði athyglina fyrir það sama og vanalega, þ.e.a.s. að vera svolítið "spes" og átti þetta samtal sér stað:
Nemandi: Af hverju ertu svona lítil?
Ég: Beinin mín eru brothætt og kunna ekki að stækka, ég er svo skrítin.
Nemandinn: Já, já, það eru líka til kettir í Kína með ekkert skott.
Góður!
Takk fyrir allar heimsóknirnar, endilega verið duglegri að kvitta fyrir komuna. Það er svo gaman að sjá hver þið eruð og lesa hvað þið hafið að segja.
Góða nótt
- Freyja
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Myndataka fyrir forsíðuna á bókinni
30.9.2007 | 17:21
Á föstudaginn 28. september fórum við í myndatöku fyrir bókina. Ljósmyndarinn var Björg Vigfúsdóttir (sjá www.studiobjorg.com) og eftir að við höfðum gert okkur klárar var byrjað á að taka forsíðumyndina af Freyju. Það gekk eins og í sögu og það tók ekki langan tíma að finna réttu stemninguna. Við vorum allar sammála um að svart/hvít mynd væri málið fyrir þetta tilefni og það fór ekkert á milli mála þegar við skoðuðum afraksturinn. Í rauninni var erfitt að velja bestu myndina, en að lokum var ein sem stóð upp úr og mun hún að öllum líkindum prýða kápu bókarinnar. Síðan var tekin mynd af mér og Freyju saman fyrir bakhlið bókarinnar og við skemmtum okkur konunglega á meðan við reyndum að samræma svipbrigðin, en yfirleitt var önnur okkar alltof brosandi, að horfa í aðra átt eða með lokuð augum. Þetta hófst þó allt að lokum og við fórum ánægðar heim eftir skemmtilegan dag! Nú bíðum við bara spenntar eftir því að sjá afraksturinn og fylgjast með hönnun kápunnar...
Bestu kveðjur, Alma
Bloggar | Breytt 1.10.2007 kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)