Myndataka fyrir forsíðuna á bókinni

Í myndatöku fyrir bókina

Á föstudaginn 28. september fórum við í myndatöku fyrir bókina. Ljósmyndarinn var Björg Vigfúsdóttir (sjá www.studiobjorg.com) og eftir að við höfðum gert okkur klárar var byrjað á að taka forsíðumyndina af Freyju. Það gekk eins og í sögu og það tók ekki langan tíma að finna réttu stemninguna. Við vorum allar sammála um að svart/hvít mynd væri málið fyrir þetta tilefni og það fór ekkert á milli mála þegar við skoðuðum afraksturinn. Í rauninni var erfitt að velja bestu myndina, en að lokum var ein sem stóð upp úr og mun hún að öllum líkindum prýða kápu bókarinnar. Síðan var tekin mynd af mér og Freyju saman fyrir bakhlið bókarinnar og við skemmtum okkur konunglega á meðan við reyndum að samræma svipbrigðin, en yfirleitt var önnur okkar alltof brosandi, að horfa í aðra átt eða með lokuð augum. Þetta hófst þó allt að lokum og við fórum ánægðar heim eftir skemmtilegan dag! Nú bíðum við bara spenntar eftir því að sjá afraksturinn og fylgjast með hönnun kápunnar...

Bestu kveðjur, Alma


Athugasemdir

1 identicon

Hey svkísa!

ekkert smá gaman að sjá hvað það gengur vel hjá þér:)

Herðu var í tíma um daginn hérna fyrir norðan og helduru að kennarinn minn hafi bara ekki verið að tala um þig og þín verk:) var ekkert smá stollt af þér...bara híhí hún er sko vinkona mín:)

Við kanksi hittumst þegar ég kem suður...á pott þétt eftir að hanga heima hjá söru allann tímann og knúsa litla frændann okkar:) híhí

Gangi þér rosa vel og hlakka til að sjá þig:*

Kveðja frá Akureyri!

Erna Sveinbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband