Sumarkveðja

Það kjaftar ekki beint af okkur hver tuskan þessa dagana en við munum líklega verða rólegri í bloggheiminum í sumar. Nú erum við komnar í ,,sumarfrí" frá upplestrum (nema e-rjar óskir berist) en tökum að öllum líkindum upp þráðinn haust. Þó erum við að bardúsa ýmislegt varðandi bókina sem kemur betur í ljós þegar líða tekur á sumar.

Síðustu heimsóknir okkar í unglingadeildir voru í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ og Rimaskóla í Grafarvogi. Þetta voru skemmtilegar og fróðlegar heimsóknir og þökkum við kærlega fyrir okkur. Okkur þykir verulega vænt um hversu góða hlustun og mikla virðingu við fáum frá áheyrendum hvert sem við komum. Í raun kemur það okkur á óvart í hvert skipti en það segir okkur að boðskapur okkar og umræðuefni er ekki eitthvað sem öllum er nett sama um - heldur eitthvað sem skiptir máli og fólki á öllum aldri þykir mikilvægt að fræðast um. Það gerir okkur báðar vonbetri og jákvæðari gagnvart framtíðinni, sem vonandi ber breytingar, þróun, þekkingu og viðhorfsbreytingu í för með sér.

Þó við munum án efa blogga eitthvað í sumar verðum það ekki eins markvisst og óskum við ykkur því gleðilegs sumars. Takk fyrir mikla hvatningu i vetur og góðar viðtökur hvar sem er, hún hefur skipt öllu máli.

Ykkar,

Alma og Freyja

Myndir frá vetrinum

IMG_2792 IMG_2807

IMG_2797 Frostaskjól

 


Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Njótið sumarsins  

Guðrún Hauksdóttir, 8.6.2008 kl. 23:06

2 Smámynd: Halla Rut

Þið eruð að gera svo frábæra hluti stelpur. Hafið það gott í sumar.

Halla Rut , 8.6.2008 kl. 23:28

3 Smámynd: Birna Rebekka Björnsdóttir

Gleðilegt sumar :)

Birna Rebekka Björnsdóttir, 9.6.2008 kl. 00:45

4 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Hafið það gott í sumar stelpur..og takk fyrir veturinn..

Agnes Ólöf Thorarensen, 9.6.2008 kl. 22:03

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þið eruð æðislegar stelpur. Mér finnst stórkostlegar þessar skólaheimsóknir. Gangi ykkur vel

Rúna Guðfinnsdóttir, 11.6.2008 kl. 15:40

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Kær kveðja

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.6.2008 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband