:)

Jæja, þá er prófatörnin yfirstaðin og bjartir tímar framundan, engar les-, ritgerða- og prófkvaðir næstu mánuði. Ekki hefur verið mikið um skrif hér en fátt annað en félagsfræðikenningar og sálfræðigreiningar hafa komist fyrir í heilabúinu á mér síðustu vikur.

Ég dustaði af fyrirlestrunum mínum rykið í síðustu viku og flutti tvo í Valhúsaskóla fyrir 7.-10. bekk á þemadögum þeirra. Það var ótrúlega skemmtilegt, stemningin var rosa fín og áheyrendur áhugasamir og spurðu mikið. Eins og ég hef sagt oft áður þá gefur þátttaka nemenda í fyrirlestrum þeim miklu meira gildi.

Á döfinni hjá okkur Ölmu er upplestur í Myllubakkaskóla, Rimaskóla og Lindaskóla sem verður ábyggilega mjög skemmtilegt. Annars starfar Alma nú hjá Fréttablaðinu og ég mun starfa hjá Barnaskóla Hjallastefnunar í sumar.


Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með að vera búin í prófunum.

jón og magga (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 07:40

2 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Til lukku með próflok og takk fyrir að vera þú með alla þína fræðslu fyrir okkur sem ekki skiljum.

Vona að sumarið verði þér gott.

Sigurbjörg Guðleif, 20.5.2008 kl. 15:15

3 Smámynd: E.R Gunnlaugs

velkomin í "skólafrí", njóttu sumarvinnunnar, það er ótrúlega gaman í sumarskólanum vann þar í fyrra (hafnarfirði), endalaus hamingja og glaðir krakkar :)

E.R Gunnlaugs, 21.5.2008 kl. 15:44

4 Smámynd: Lovísa

Innlitskvitt

Góða helgi

Lovísa , 24.5.2008 kl. 10:50

5 identicon

Til lukku með próflokin Freyja mín - hvar verðurðu í sumar hjá Hjallastefnunni??  Garðabæ eða Hafnarfirði?

Knús knús

Særún

Særún (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband