Kompás

a14c9d97-9808-4d69-87f0-a0b51f212ec2

Síðustu vikur hefur Kompás fjallað töluvert um líf fjölskyldna þar sem eru fötluð eða langveik börn og unglingar. Margt mikilvægt finnst mér hafa komið fram og hvet ég ykkur til að horfa á þættina.

Í síðasta þætti var talað við formann Einstakra barna, sem vill svo ánægjulega til að er mamma mín, og Hrefnu Haraldsdóttur fjölskylduráðgjafa Sjónarhóls. Guð má vita hvar við værum án hennar. Einnig var talað við foreldra Ragnars Þórs sem var í þætti Kompás þar á undan.

Foreldramiðaði þátturinn er hér.

Snilldarþátturinn um Ragnar er hér.

Njótið! Wink


Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Þú ert æði

Sigurbjörg Guðleif, 1.5.2008 kl. 17:01

2 Smámynd: Aðalheiður Þórisdóttir

Takk fyrir þetta Freyja, ég var ekki búin að sjá þetta.

Ég vissi ekki að mamma þín væri formaður Einstakra barna, frábært!

Hrefna er yndisleg kona, hlý, víðsýn og virkilega fær í sínu starfi!

Gullkornið í þættinum kom frá mömmu þinni: Ég vil sjá samfélagið og ráðamenn hlusta á okkur foreldrana, hlusta á okkur hvað það er sem við þurfum á að halda, vegna þess að það erum við sem vitum það.

Eins og "þjónustan" betra orð er, þjónustuleysið er þá kemur það niður á öllum!  Ragnar Þór sagði að foreldrar hans hafi aldrei farið bara tvö saman í frí frá því að hann fæddist.   Að sjálfsögðu bitnar þetta á öllum, hann myndi án efa vilja sjá foreldra sína njóta þess sama og aðrir.  Það er ólíðandi að foreldrar séu gerðið ómissandi í daglegu lífi barna sinna.

Bestu kveðjur,

Aðalheiður Þórisdóttir, 1.5.2008 kl. 18:35

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Takk kærlega fyrir þetta, stelpur mínar!

Þið eruð frábærar!

Með kærri kveðju,

Þorsteinn Briem, 1.5.2008 kl. 22:46

4 identicon

Takk fyrir þetta,Alma og Freyja.Bestu kveðjur

Gréta (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 23:45

5 identicon

Mamma þín stóð sig afar vel eins og við var að búast Freyja mín og allir sem voru þarna í viðtölum. Hafðu það gott og knús á þig.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 16:21

6 identicon

Sæl Freyja!

Ég var að ljúka við að lesa bókina þína og langaði að þakka kærlega fyrir mig! Hún er mjög upplýsandi og hvetjandi. Alveg frábært framtak. 

Skemmtileg líka pælingin með að fötlun sé forréttindi. Ég fór samt að hugsa hvort það ætti við alla fötlun og alla einstaklinga með fötlun - hvort fötlun geti alltaf verið forréttindi? Ég hef nefnilega unnið með einstaklingum með mikla greindarskerðingu og samfylgjandi mjög litla tjáningargetu, hegðunarerfiðleika (t.d. sjálfskaðandi hegðun), litla getu til tengslamyndana o.fl. o.fl. Ég spurði sjálfa mig hvort, jafnvel í fullkomnu þjóðfélagi, þeirra fötlun gæti nokkurntímann talist forréttindi. Einnig hvort hugsunin með að þjóðfélagið sé fatlað en ekki einstaklingarnir (hugsun sem ég skil mjög vel t.d. í samhengi við þitt líf) á við um fólk með þessa skerðingu sem ég lýsti. Væri gaman að heyra þínar pælingar varðandi þetta...

 Takk aftur fyrir að ryðja brautina!

Sigrún P. (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 11:09

7 Smámynd: Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir

Sæl Sigrún

Takk fyrir að hafa lesið bókina og ánægjulegt að þér hafi líkað hún vel.

Varðandi pælingar þína.

Ég hef ekki hugmynd um hvort fötlun geti alltaf verið forréttindi - það er hins vegar mín upplifun og ákvörðun sem ég ætlast ekki til að allir geti samsamað sig við. Hver og einn dæmir fyrir sig...

Ég held hins vegar, að alveg sama hvað skerðing heitir, að þá fatli samfélagið allra mest. Ef þú pælir í öllu því misrétti sem fólk með þroskahömlun (væga og mikla og allt þar á milli) hefur verið beitt. Líkamar þeirra hafa verið vanvirtir, það álitið eilíf börn og jafnvel hættulegt fólk. Að eiga erfitt með tjáningu er að mörgu leiti samfélagsmein, tækninni hefur ekki fleygt nægilega fram og meginþorri þjóðarinnar skilur ekki, er hrætt við og nennir ekki að hlusta á óhefðbundnar tjáskiptaleiðir. Slíkt leiðir af sér skerta tengslamyndun.

Skerðing fólks hefur alltaf sín verkefni, mitt skerðingar-verkefni eru beinbrot, en sú vanvirðing, aðgengisleysi (í mjög víðu samhengi), vanþekking, vorkunn, aðbúnaðarskortur, hlustunarleysi og það skerta vald, frelsi og sjálfsákvörðunarréttur sem fólk býr við sem greint er fatlað tel ég vera mesta hindrunin og fötlunin.

Ef þessi umhverfis-fötlun væri ekki til staðar, að svo miklu leiti, tel ég að fólk með læknisfræðilega skilgreindar alvarlegar vitsmunalegar skerðingar, væri að lifa mun innihaldsríkara, sjálfstæðara og rausnarlegra lífi.

Félagslegi skilningurinn á fötlun hefur því miður ekki náð nægilega til fólks með þroskahömlun - líklega vegna þess að umhverfið hefur ekki gefið þeim tækifæri til að taka þátt og sumt hreyfihamlað og skinfatlað fólk verið viðkvæmt að tilheyra þeim hópi.

Ég vona að þetta svari e-rju...

Takk fyrir gott comment :)

Kv. Freyja

Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, 5.5.2008 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband