Líf og fjör hjá okkur

IMG_2789 IMG_2797

IMG_2807 IMG_2808

Myndir úr Grunnskóla Borgarfjarðar - Frábær heimsókn!

Það má með sanni segja að viðbrögðin hafi verið góð við heimsóknum okkar í unglingadeildir grunnskóla en eftirspurn hefur verið mikil þangað sem og á aðra staði. Í síðustu viku fórum við í unglingastarf Einstakra barna sem Freyja heldur utan um og í þessari viku erum við búnar að fara í Varmalandsskóla, Kleppjárnsreykjarskóla og Brúarskóla. Heimsóknirnar hafa allar gengið eins og í sögu og nemendur og starfsfólk tekið heimsókn okkar virkilega vel. Hlustunin hefur verið til þvílíkrar fyrirmyndar og umræður góðar í kjölfar upplestra. Við þökkum kærlega fyrir okkur.

Á næstu dögum munum við heimsækja Langholtsskóla og Réttarholtsskóla og hlakkar okkur mikið til. Fyrir þá sem hafa áhuga á upplestrum í sinn skóla, vinnustað eða við önnur tilefni geta haft samband á netfangið okkar: almaogfreyja@forrettindi.is.

mmynd

Annars þökkum við fyrir fallegar kveðjur og hvatningu. Það er ómetanlegt að heyra frá ykkur, það blæs í okkur orku til að halda áfram af metnaði. Freyja vill færa nemendum í Barnaskóla Hjallastefnunnar við Hjallabraut hjartans þakkir fyrir yndislegu myndabókina sem þau bjuggu til og færðu henni eftir heimsókn hennar þangað. Það fer ekkert fram hjá neinum sem skoðar og les þessa fallegu bók að á bakvið hana eru miklir listamenn með fallegt hugarfar og mikla hæfileika. Þetta er sko uppáhalds bókin hennar Freyju!!

Bestu kveðjur,

Alma & Freyja


Athugasemdir

1 Smámynd: Hdora

Þið eruð alveg yndislegar...gangi ykkur alltaf vel

Hdora, 8.2.2008 kl. 19:23

2 Smámynd: Dísa Dóra

ohhhh gamli góði "Kleppur" er einmitt gamli barnaskólinn minn. 

Dísa Dóra, 9.2.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband