Brandarastofnun Ríkisins (BR)

Í dag var sagt frá því í blöðunum að kona fengi ekki umönnunargreiðslur frá Brandarastofnuninni fyrir að aðstoða veika og fatlaða móður sína. Dóttirin hefur þurft að minnka við sig vinnu og því upplifað tekjutap en mamma hennar þarf mjög mikla aðstoð. BR segir í rökstuðningi sínum að hún geti ekki veitt þessar greiðslur því þær mæðgur hafa ekki sama lögheimilið. Forræðishyggja? Uuuu, já! 

Önnur frétt var í tengslum við BR en þá var það kona sem misst hafði annan handlegginn sem vildi fá handsnyrtingu niðurgreidda. Eins og liggur í augum uppi getur manneskjan ekki snyrt á sér höndina með engri hönd og að einhverri ástæðu kýs hún að snyrtifræðingur geri það, ástæðan kemur okkur auðvitað ekkert við. En viti menn, Brandarastofnunin hafði ekki tök á því að niðurgreiða snyrtinguna. Of course! 

Í morgun tilkynnti sjúkraþjálfari minn mér að hún mætti ekki þjálfa mig í sundi oftar en þrisvar sinnum á viku því væntanlega er BR ekki tilbúin að niðurgreiða meira. Ég ligg allan daginn. Eina markvissa hreyfingin sem ég fæ er sund og hef ég verið að reyna að auka það því erlendis hefur verið mælst til að ég fari einu sinni á dag í sund. Það er almennt mælst til að fólk fari í líkamsrækt að minnsta kosti þrisvar í viku til að ná árangri. Mér finnst þetta með ólíkindum, að manni sé hindrað að stunda líkamsrækt og lifa heilsusamlegu lífi. 

Ein saga enn til að undirstrika álit mitt á Brandarastofnun Ríkisins er að hjón sem eru bæði með fötlun sóttu um rafknúið rúm hjá henni og fengu neitun. Af hverju? Nú, því fatlaðir mega ekki sofa í sama rúmi. Fyrir þá sem ekki eru búnir að fatta hver Brandarastofnunin er þá er það hin eina sanna Tryggingastofnun Ríkisins.  

Hún stutt lifi!!!

Kv. Freyja


Athugasemdir

1 identicon

Mér er minnisstætt mál ungs drengs sem var með fótbrot sem gréri ekki. Þrautalendingin var aðgerð í Svíþjóð. Svo vel vildi til að til Akureyrar flutti ungur Íslenskur bæklunarlæknir. Sá eini hér á landi sem hafði þekkingu til að gera þessa aðgerð. Þetta gladdi hina íslenskumælandi móður. En nei. Tryggingastofnun fús að greiða ferðir og uppihald til Svíþjóðar en alls ekki til Akureyrar. Þetta hefði þó sparað stofnunni fé, mæðginum tungumálaörðugleika og veitt lækninum tækifæri ril að halda sér við. Það má ekki hugsa á BR

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 23:13

2 identicon

Vil bæta við. Gleðilegt ár. Þú ert mikil hetja ímínum augum

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 23:15

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

gleðilegt nýtt ár

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.1.2008 kl. 23:20

4 identicon

Frábær pistill og nafnið við hæfi - Brandarastofnun

Berglind Elva (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 01:24

5 identicon

Mikið rétt hjá þér Freyja,,,,, Brandarastofnun Ríkisins , margt undarlegt og fáránlegt sem þessi stofnun lætur fara frá sér.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 10:25

6 Smámynd: lady

það er nú ekki hægt annað en að kalla þetta Brandarastofnun það er vonandi að þeir sem vinna þarna þurfa ekki að upplifa það sem við sem eigum við veikindi að stríða að þurfa leita til þeirra vegna veikinda furðulegt kerfi  en elsku Freyja óska þér gleðilegt nýtt ár ,það var gaman að sjá viðtalið við þig þegar þú varst kosin kona ársins átti það svo sannarelga skilið og bókin þín super

lady, 5.1.2008 kl. 11:05

7 Smámynd: Ásta

  Brandarastofnun Ríkisins - góð!  Ég er einmitt með 4,5 ára son með fæðingargalla og það eru ófáar heimsóknir hjá BR sem hafa skilað sér með gremju.  Ég hef sagt það áður og segi það enn "Heilbrigðiskerfið okkar hér á Íslandi er fínt ... þangað til maður þarf á því að halda!"

 Annars var ég að ljúka við að lesa bókina ykkar og vildi hrósa ykkur fyrir frábærlega unnið verk.  Mér líður næstum eins og fjölskylduvin eftir lesninguna. Gangi þér vel með allt og allt

Ásta , 5.1.2008 kl. 12:35

8 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Það vill samt gleymast að BR er að vinna eftir lögum og reglugerðm sem ríkisvaldið setur.  Veit það vel að starfsmenn vilja meira heldur en lög og reglugerðir leyfa.  Spurning um að tala aðeins við Heilbrigðisráðuneytið.  Gæti verið sett í nefnd þar

Bergdís Rósantsdóttir, 5.1.2008 kl. 18:04

9 identicon

Bókin er ein besta lesning sem ég hef lesið um ævina og veit gríðarlegan innblástur.

Takk fyrir okkur Margrét og Jón

jon (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 18:20

10 identicon

Átti auðvita að vera veitir ekki veit

jón (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 18:22

11 Smámynd: Davíð Jóhannsson

Þetta er alveg með ólíkindum.....

Davíð Jóhannsson, 5.1.2008 kl. 20:32

12 Smámynd: Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir

Takk fyrir miklar undirtektir hér - ég sé að það er margt óunnið í þessum geira eins og mörgum, sé það mjög skýrt á þinni sögu Hólmdís.

Það er rétt hjá þér Bergdís að Heilbrigðisráðuneytið setur reglurnar en það breytir því ekki að Tryggingastofnun á að vinna fyrir fólkið sem notar þjónustu þeirra. Við sem lifum með fötlun og aðrir sem þurfa aðstoð frá þessari stofnun eigum ekki að þurfa að rífast í ráðuneytinu. Það er vinna starfsfólks Tryggingastofnunar, fyrir okkar hönd, og er það augljóslega ekki að sinna starfi sínu sem skildi á því sviði. Með þessu er ég ekki að segja að það sé ekki að gera neitt, heldur er það ekki að setja sig inn í beiðnir með raunsærri hugsun. Starfsfólkið hefur ekki persónulega reynslu af fötlun og sjúkdómum upp til hópa, það gleymir sér í því að horfa á okkur sem bókstafi og kennitölur á blaði og láta ráðuneytið valta yfir sig.

Takk annars öll fyrir fallegu kveðjurnar og hvatninguna í garð Postulín!

Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, 6.1.2008 kl. 13:20

13 identicon

Sælar Freyja og Alma.Til hamingju með bókina, hún er frábær   Freyja ég verð að fá að hrósa þér fyrir dugnaðinn,það hefur verið frábært að fylgjast með þér undanfarin ár,þú kemur alltaf svo vel fyrir þig orði og hefur gert svo margt fyrir okkur sem erum fötluð að einhverju leyti.Vekur athygli á svo jákvæðan hátt.Gangi þér ávallt sem best.

María (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 01:31

14 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

mér finnst nú samt best þegar fatlað fólk og fólk sem vantar á útlim, þarf að koma í árlegt ENDURMAT, eins og þetta hætti bara einn morguninn...hendur bara vaxi aftur og allir bara frískir á fótum ... brandarastofnun er réttnefni

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 7.1.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband