Með ósk...

AnneGeddes%2520natale1

... til ykkar um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Takk fyrir að hvetja okkur áfram, samgleðjast og taka þátt í að við náðum settu markmiði - að gefa út bókina Postulín.

Munum um hvað jólin snúast....

Kærleikskveðja,

Freyja og Alma


Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Gleðileg jól skvísur mínar

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 22.12.2007 kl. 20:21

2 identicon

Elsku Freyja,

gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Það verður erfitt fyrir þig að toppa þetta ár á því næsta en það skiptir heldur engu máli. Þú ert og verður alltaf fyrirmynd og múrbrjótur. Það er í eðli þínu. Hlakka til að fylgjast með þér blómstra áfram.

Kær jólaveðja

Olga Björt (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 00:22

3 Smámynd: Birna Rebekka Björnsdóttir

Gleðileg jól

Birna Rebekka Björnsdóttir, 24.12.2007 kl. 13:39

4 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Óska ykkur gleðilegra jóla og takk kærlega fyrir þessa frábæru bók, Postulín sem þið gáfuð út. Las hana og fannst mikið til koma og magnað að fræðast um þínar aðstæður. Fullt af praktískum atriðum sem hreyfihamlaðir þurfa að kljást við sem manni hefði ekki dottið í hug að gætu komið upp eins og þegar þú fluttir til Nýja Sjálands og var sagt að þú þyrftir að skila inn hjálpartækjunum þínum og hjólastólnum. Furðuleg regla vægast sagt.

Jólakveðja og hamingjuóskir með viðurkenningarnar þínar

Björg K. Sigurðardóttir, 24.12.2007 kl. 15:57

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sælar Alma og Freyja. Ég óska ykkur báðum hjartanlega til hamingju með bókina og gleðilegra jóla.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.12.2007 kl. 16:08

6 identicon

gleðileg jol.eg er lesa bokina þina  nuna .feg hana jolagjof  besta jolagjof sem eg feg.er ekki djoka.mer fynst svo gaman lesa og fræðast um apra,kv iris 19 ara .mep vægaþroskahomlun og  efur mikin ahuga læra um alskonar fatlanir

iris eg (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 22:29

7 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Sælar stöllur, jólasveinninn heyrði óskir mínar sem voru m.a. bókin ykkar (hann les kannski bloggið mitt ;)...). Skemmst er frá því að segja að ég lagði hana ekki frá mér í dag heldur las í einum rykk og meira að segja gaf mér varla tíma til að fá mér konfekt með. Þetta er frábær bók og þakka þér innilega Freyja fyrir að opna heim þinn á svona lærdómsríkan hátt. Bókin og þú munuð hafa gríðarleg áhrif á samfélagið okkar. Gleðileg jól og takk fyrir mig.

Kristbjörg Þórisdóttir, 25.12.2007 kl. 23:52

8 identicon

Sælar og gleðilega hátíð, sama má segja um mig líkt og Kristbjörg segir hér á undan, fékk bókina undan jólatréinu, las hana í einum rykk í fyrradag, mátt varla vera að því að sinna börnunum . Takk fyrir að hleypa okkur inn í þínar aðstæður Freyja sem er ómetanlegt. Gleðilegt ár.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 12:45

9 identicon

Kæra Freyja

Til hamingju með glæsilegan árangur á árinu. Gangi þér allt í haginn í komandi verkefnum og megi allir þínir draumar rætast. Ykkur Ölmu þakka ég kærlega fyrir mig. Þið unnuð verkefnið ykkar vel og uppskeran er mannbætandi og lærdómsrík bók sem hlítur að hafa sitt að segja í baráttunni að betra og jafnara samfélagi

auður (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 22:56

10 Smámynd: Guðrún Olga Clausen

Kæra Freyja

ég á eftir að lesa bókina ykkar Ölmu en mér finnst þú  alveg stórkostleg manneskja, kjörkuð og sönn. Þú ert sönnun þess að lífið er þess virði að lifa því hversu erfitt sem það annars virðist vera. Ég veit að þú hefur ótrúleg áhrif til góðs og ert hvatning mörgum, bæði heilbrigðum og þeim sem eiga við sjúkdóma að stríða. Þú ert engum lík og ég er stolt af þér þó ég þekki þig bara úr fjölmiðlum. Óska þér og þínum og Ölmu gleðilegs árs og frábærrar framtíðar.

Guðrún Olga Clausen, 30.12.2007 kl. 19:53

11 identicon

Gleðileg jól elsku Alma og Freyja og ég óska ykkur mikillar farsældar og gleði á nýju ári.  Varðandi pistilinn þinn Freyja mín um þakklæti þá er ég alveg rosalega þakklát fyrir þig - en það veistu nú er það ekki!!! 

Hittumst svo vonandi sem fyrst á nýja árinu.

Kossar og knús

Særún

Ps - amma mín er að tapa sér yfir bókinni ykkar - henni finnst hún æði (er 86 ára) og bara getur ekki lagt hana frá sér!

Særún (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 23:52

12 identicon

Kæra Freyja og Alma,

mínar betstu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár . megi það 2008 verða jafn gott eða betra en 2007. Bókin er ótrúleg,Alma ég endurtek það sem ég sagði á fundi Einstakra barna ,þú hefur ofboðlsega góða rödd. Lest líka ofboðslega vel.þið gerið það reyndar báðar. Þessi atriði skipta höfuðmáli þegar verið er að lesa inn á hljóðbók. Ég hef því miður haft svo mikið að gera að ég á eithvað smá eftir af mókinni en það er beðið eftir henni með spennu hér á heimilunu.

Hafið það sem best yfir áramótin,

Kveðja,

Elísabet.

Elísabet Sigmars (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 11:09

13 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

gleðilegt nýtt ár skvísur  .

Þórunn Óttarsdóttir, 31.12.2007 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband