Dagurinn í gær, súkkulaði og kossaflens :o)

Þar sem ég er búin að óverdósa á sálfræðilestri í bili ákvað ég að henda hér inn nokkrum línum. Dagurinn í gær gekk vel, við byrjuðum á því að vera með upplestur hjá Friðarsamtökum kvenna og fórum svo í áritun í Eymundsson í Kringlunni. Í millitíðinni stoppuðum við reyndar í búðinni Súkkulaði og rósir til að afhenta Eddu Heiðrúnu Backman bókina Postulín fyrir hjálpina og hvatninguna. Búðin sem hún hefur nýstofnað er æðisleg, ótrúlega heillandi, engu er ofaukið og þær vörur sem í boði eru virðast vera mjög vandaðar. Við fengum náttúrlega ekki að fara út nema með súkkulaði sem var auðvitað of gott á bragðið, en ekki hvað? Hún gaf mér einnig kerti sem ég tými ekki enn að kveikja á, það er svo fallegt. Mæli með að þið skellið ykkur til hennar, skemmtileg stemning.

Yfir í allt annað. Það var alveg stappað í Kringlunni í gær og ef staldrað var við sá maður litróf mannlífsins í sinni viðtækustu mynd þarna - sem er mjög gott. Mér blöskraði hins vegar hrikalega, þegar ég var að koma inn stóðu, tvær konur fyrir utan að reykja með þriggja ára skottu dansandi í kringum sig andandi að sér þeirri mengun sem því fylgdi. Svona serka sekúndubroti síðar kom út maður með ungbarn í bílstól í annarri og uþb. að kveikja sér í sígarettu með hinni. Hvað er að gerast hérna? Auðvitað er þetta frjálst land og reyki þeir sem vilja, en er nú ekki óþarfi að reykja ofan í hálsmálið á ungum börnum sem hafa hvorki val né tækifæri til að komast undan þessum óþverra? Mér varð illt í hjartanu á að sjá þetta.

Svo er annað. Mikið af fólki sem ég þekki mismikið er að koma upp að mér og óska mér til hamingju með árangurinn. Mér þykir mjög vænt um það og finnst frábært að fólk skuli hrósa öðrum, reyni að gera það sjálf. Á hinn bóginn finnst mér mjög sérstakt hvað ákveðnar týpur hafa mikla snertiþörf. Ég var í Hagkaup í gær og þá kom kona aðvífandi og sagði eitthvað mjög fallegt, kyssti mig, strauk mér um andlitið og hárið og svona "mússímússí-aði" framan í mig. Ég þekkti þessa konu ekki neitt!!! Ekki misskilja mig, líklega mjög góð hugsun á bakvið þetta en ég er ekki níu mánaða. Svo efast ég líka um að þegar Dorrit var valin kona ársins í fyrra, að einhver hafi kysst hana og klappað eins og litlu barni. Never gonna happen!!

Þetta er ekkert í fyrsta skiptið sem eitthvað svona á sér stað og ég fæ hlaupasting úr hlátri eftir hvert skipti - en ég er náttúrlega fullorðin manneskja! ... og svo langar mig ekkert að kyssa hvern sem er.


Athugasemdir

1 identicon

hehehehehheeh,,,,, góð þetta með mússímússi

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 21:43

2 identicon

Fullorðið fólk heldur oft að fólk í hjólastól séu börn í eðli sínu, þannig er fullorðið bara

jón (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 22:07

3 identicon

Það var rosalega gaman að sjá ykkur í gær!

Vonandi að áritunin hafi gengið vel og fylgist maður spenntur með næstu sölutölum :)

Ragnheiður er búin að lesa bókina nú þegar (hún er eitthvað ofvirk) og fannst hún rosalega góð. Ég fer svo í á næstu dögum að hella mér í lesturinn ;)

Annars segi ég bara gleðileg jól og við sjáumst svo hress á nýju ári :)

Þinn vinur

Helgi Þór

p.s. það er algjör skylda fyrir þig að fylgjast með síðunni hjá litla kalli! 

Helgi Þór (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 23:08

4 identicon

Æi, fólk getur verið svo grænt stundum. Mér finnst sorglegt að það átti sig ekki á að þú sért fullorðin kona og sért ekkert ,,alveg að fýla" að láta mússí mússía þig ;)

Huld frænka (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 08:53

5 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

eheh, mig sem langaði svo að klípa í kinnarnar á þér þegar ég hitti þig á laugardaginn thíhí!!  NOT!

Enn og aftur til hamingju með allt saman.
Gleðileg jól
Slaugan

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 17.12.2007 kl. 09:32

6 identicon

Eftir að hafa klárað bókina þína fann ég fyrir stolti. ótrúlegt og ég þekki þig einu sinni ekki:)

Þetta er frábær árangur hjá þér Freyja og haltu áfram á þessari braut. Við þurfum að breyta mörgu í okkar samfélagi og það þarf fólk eins og þig til að vekja okkur hin til umhugsunar um það!

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 18:18

7 identicon

WA ha ha ha ha.....endalaust fyndið þetta mússímúss.

 Ég ætla að kíkja í búðina hjá Eddu Heiðrúnu, það er pottþétt.

Olga Björt (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband