Endurnærðar og fullar af eldmóð

Jæja, við höfum ekki verið ýkja duglegar að láta í okkur heyra en höfum auðvitað góða og gilda afsökun þar sem verið er að leggja lokahönd á bókina. Vegna anna í Portúgal gátum við lítið unnið í bókinni þar en komum hins vegar endurnærðar og fullar af eldmóð heim úr fróðlegri og þroskandi ferð.

 

Við fórum alltaf í lögreglufylgd á ráðstefnunni svo nú erum við orðnar alltof góðu vanar og enn að ná okkur niður á jörðina Police

Freyja, Alma og Sandra (einnig fulltrúi Íslands) á leið út að borða niður við smábátahöfn í Faro Joyful 

Vikan sem framundan er mun einkennast af mikilli yfirferð á texta bókarinnar, betrumbótum, lagfæringum og annarri smámunasemi sem skiptir þó öllu máli fyrir heildarmyndina. Einnig förum við að öllum líkindum í myndatöku fyrir kápu bókarinnar og ákvörðun verður tekin um titilinn.

Við erum mjög spenntar fyrir komandi vikum og ánægðar að sjá góð viðbrögð og tilhlökkun frá fólki í kringum okkur.

Við látum heyra í okkur fljótt aftur!  

Bestu kveðjur,

Freyja og Alma


Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Velkomnar heim! Gaman að lesa um ferðalagið og TIL HAMINGJU MEÐ AÐ FARA AÐ GEFA ÚT BÓK. Ekki hafði ég hugmynd um það!

Kristbjörg Þórisdóttir, 24.9.2007 kl. 09:47

2 identicon

Þá veit ég hvað fjölskyldan fær í jólagjöf og hvað ég gef sjálfum mér sem er mjög gott mál og til fyrirfram hamingju með bókina

Jón Þór Ólafsson (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 17:44

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hæ stelpur. Takk fyrir bónorðið.   Gangi ykkur allt í haginn með lokafrágang

Jóna Á. Gísladóttir, 25.9.2007 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband