Young voices

Á leið á ráðstefnuna 

Þá er ráðstefnan á enda og leggjum við í hann heim á morgun. Það er erfitt að útskýra síðustu tvo daga og kannski gerum við það betur þegar heim er komið. Í gær fórum við í portúgalskar sumarbúðir og unnum í hópum, secondary education, vocasional educational og higher education - ég var í higher og Sandra var í secondary education. Þar ræddum við ásamt öðrum með fötlun helstu framfarir, hindranir, lausnir og framtíðarsýn í skólamálum nemenda með sérþarfir. Við ræddum einnig um gildi náms án aðgreiningar.

Klassísk hljómsveit spilaði undir borðhaldi á galakvöldverði

Eftir langan vinnudag var okkur öllum svo ekið í lögreglufylgd á stað sem heitir Convento do Beato en þar var galakvöldverð haldinn mjög hátíðlega. Ég og Alma vorum gjörsamlega orðlausar. Salurinn var eins og uppgerður kastali, lifandi klassísk tónlist var spiluð undir borðhaldi, ávaxta- og ostaborðið var svo stórt að annað eins höfum við aldrei séð og stemningin var ólýsanleg. Ég held ég geti sagt að fallegri sal og byggingu hafi ég aldrei séð. Okkur leið hreinlega eins og í bíómynd, staðurinn var hálf óraunverulegur.

Gjörsamlega uppgefnar en í prinsessu-sæluvímu sofnuðum við eftir ósköpin og þurftum svo að vakna eldsnemma til að mæta í þinghús Portúgala þar sem voru fluttar niðurstöður gærdagsins. Ég var ein af þeim sem flutti þær úr mínum hópi og gekk það vel - þrátt fyrir ansi mikinn taugatitring af stressi. Allir hóparnir komu með frábæra punkta nemendum með sérþarfir til hagsbóta enda erum við sérfræðingar í eigin lífi. Við munum pottþétt deila þessu með ykkur betur en eins og er erum við að meðtaka gríðarlega þekkingu, púsla brotunum saman í hugunum og mynda heilsteypta mynd af þessari upplifun.

Efst í huga okkar situr ákveðin setning eftir daginn: What works for us, works for all.

Það er einmitt málið, þarfir þeirra sem lifa með fötlun er hagsmunamál allra - við getum öll, hvernig sem við erum, notið góðs af því að mæta þeim.

Í þinghúsinu

Við látum fylgja með færslunni nokkrar myndir og fleiri munu detta inn fljótlega.

Takk fyrir allar heimsóknirnar, ekki vera feimin/nn við að kvitta.


Athugasemdir

1 identicon

Boa noite!

Dásamlegt, galakvöldverðurinn hefur aldeilis verið upplifun og ég hlakka til að heyra meira um ráðstefnuna og niðurstöður hennar.

Héðan senda allir bestu kveðjur!

Saudacoes e beijos,

Árný

Árný (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 22:16

2 identicon

Gaman að heyra að allt hafi gengið svona vel! Hlakka til að heyra meira :) Kveðja úr Melhæðinni, Huld.

Huld Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 09:20

3 identicon

hæhæ,

gaman að fylgjast með ferðinni í Portúgal,

jamm mar er kominn í framboð hehe en ákvað að geyma

forsetaframboðið, byrja bara að  bjóða mig fram sem fulltrúa nýnema í stúdentaráði:)

bestu kveðjur af klakanum

Bjössi 

Björn Magnússon (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 15:41

4 identicon

hæhæ skvísur, gaman að heyra og sjá hvað allt gekk vel hjá ykkur. Hlakka til að sjá ykkur á eftir. góða ferð heim

kv. Heiða

Heiða Björk (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 16:33

5 identicon

Velkomnar heim :)

Hlakka til að heyra fleiri sögur og skoða myndir.

Kv.

Björg Elva

Bjorg Elva (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband