Ég og Freyja í Portúgal

Í grenjandi rigningu, þrumum og eldingum, lentum við Freyja í Faro á Portugal í fyrrakvöld. Ferðin gekk vel og eftir að við komum öllu okkar hafurtaski fyrir í bílaleigubílnum keyrðum við áleiðis til Villa Sol resort. Þar sem ráðstefnan í Lisboa byrjar ekki fyrr en sunnudaginn 16. september vorum við í íbúð í Faro fyrstu næturnar. Við bjuggumst nú ekki við allltof miklu við svona sólarströnd, en þegar við komum í íbúðina okkar datt af okkur andlitið. Allt var ný innréttað, rosalega rúmgott og stílhreint. Daginn eftir vöknuðum við svo í glampandi sól og í 25 stiga hita sátum við út á svölum og lásum yfir handritið af bókinni.
Í dag keyrðum við uppeftir, þar sem ráðstefnan verður haldin í þinghúsinu í Lisboa. Á morgun er planið að kíkja í stórt mall sem er hérna nálægt, eftir að Freyja hefur náð í öll gögnin sem hún þarf að hafa með sér á sunnudaginn, en morgundagurinn er síðasti frídagurinn sem við höfum áður en Young Voice hefst.

Við segjum ykkur betur frá gangi mála við fyrsta tækifæri...

Kveðja,

Alma


Athugasemdir

1 identicon

Vona að þetta hafi allt saman gengið vel í dag á ráðstefnunni :) Muna svo eftir sólarvörninni (smá öfund) !!! Knús, Rannveig :)

Rannveig Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband