Hádegisupplestur hjá Credit info

Í dag heimsóttum ég og Alma fyrirtækið Credit Info og vorum með hádegisupplestur. Það var verulega ánægjuleg stund í góðum hópi. Mikil umræða skapaðist og fengum við margar góðar spurningar varðandi viðhorf, börn, skólagöngu mína o.fl. sem mjög áhugavert var að velta fyrir sér.

Við þökkum kærlega fyrir okkur!

Fyrir þau fyrirtæki sem hafa áhuga á upplestri á Postulín geta haft samband við okkur á netfangið almaogfreyja@forrettindi.is. Við sníðum hvern upplestur og umræður eftir áhugasviði hvers hóps, og tökum greiðslu í samræmi við sanngjarnan taxta rithöfundasambands Íslands, 25.000 krónur hvor.

Þegar á móti blæs og erfiðleikar steðja að er fátt mikilvægara en áminning um hvað skiptir raunverulega máli í lífinu. Vegna fjölda áskorana og mikillar eftirspurnar höfum við ákveðið að halda áfram upplestrum okkar úr bókinni Postulín fyrir jólin.

- Freyja og Alma

 


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband