,,Hvernig koma tárin þegar við meiðum okkur?"

Það er búið að vera á to-do listanum mínum lengi að taka til í tölvunni minni. Ég er með skrilljón möppur, þar sem eru skrilljón merkilegir og ómerkilegir hlutir sem eru að fylla tölvuna mína, og gera það að verkum ég finn aldrei neitt. En að framkvæma þetta hefur tekið mig ca. ár - þetta stígur mér gríðarlega til höfuðs.

En ég byrjaði í kvöld, neyddist til þess þar sem ég er að skipta um tölvu og ætla ekki að færa öll þessi ómerkilegu skrilljón skjöl yfir að óþörfu. Það kom mér á óvart að þetta er bara nokkuð skemmtilegt og ég búin að finna hluti sem ég var löngu búin að gleyma en þykir ótrúlega vænt um. Eitt af því voru gullkorn og spurningahrynur frá yngsta bróður mínum. Ég ætla að deila með ykkur hluta af þeim, þetta hugarflug átti sér stað í huga hans eina kvöldstund fyrir nokkrum árum. Það má kannski geta þess að hann var nýbúin að horfa á þátt um karl sem fór í kynskiptiaðgerð og fá útskýringar frá hinum fullorðnu þegar við átti!

Af hverju vilja sumir karlar breyta sér í konu?

Geta þeir breytt sér svo aftur í karl? 

Ef karlar geta breytt sér í konu, hvers vegna geta þá ekki fatlaðir breytt sér í heilbrigða?

Ef þú myndir breyta þér í karl myndir þú þá verða heilbrigð?  

Af hverju vilt þú ekki verða heilbrigð? 

Hvert förum við þegar við deyjum?  

Freyja, við lifum endalaust, því við förum til guðs og erum englar og lifum á himnum.  

Af hverju eru sumir sem er dánir frægir, dísess, ég skil það ekki, eins og Mozart?  

Ég trúi ekki á guð, bara Jesús. Getur maður fermst þó maður trúi ekki á guð? 

Getur maður fermst tvisvar?

Hvernig koma tárin þegar við meiðum okkur?

Getum við fengið sýkingu í hjartað?

Getum við gleymt að anda?

Hvað gerist ef ég kyngi ekki munnvatni?

Freyja, þegar ég var lítill þá hélt ég að þegar fólk fengi sýkingu inn í sig væri það með sígarettu inn í sér.

Ef ég bara hefði haft svör við þessu öllu saman! Cool

Góða helgi


Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða Björk Ingvarsdóttir

Bjargar með sín heimspekilegu komment. Hann er nú meira krúttið :)

Heiða Björk Ingvarsdóttir, 5.9.2008 kl. 23:17

2 Smámynd: Dísa Dóra

haha þessi börn eru bara yndisleg með sínar vangaveltur og hugmyndir

Dísa Dóra, 6.9.2008 kl. 12:49

3 Smámynd: Halla Rut

Yndislegt.

Kveðja.

Halla Rut , 6.9.2008 kl. 18:59

4 Smámynd: Guðrún Erla Sumarliðadóttir

TÁR KOMA ÞRGAR VIÐ MEIÐUM OKKUR.

AF HVERJU KARL EÐA KONA VILJI SKIPTA UM KYN, VERÐUR BARA VIÐKOMANDI AÐ SVARA ÞVÍ.

Hver er fatlaður og hver er heilbrigður. ??

Hver er skilgreiningin á því.

Af hverju er ég eins og ég er ?

Af hverju ert þú eins og þú ert?

Hver Guð er, eða Jesú.....Það ert þú hjartað mitt og það er ég . Náttúran okkar Landið okkar. Horfum bara í kringum okkur. Mæður,feður,systur,bræður. Ömmur okkar og afar.

Arfleið okkar. Það erum við.

Held að að það sé Guð. Guð er það góða í okkur öllum

Við getum gleymt að anda (Sérstaklega í svefni)

Yndislegar spr. hjá bróður þínum

Við getum fengið sýkingu í hjartað.(Þarf ekki endilega að segja yngri bróður það)

Guðrún Erla Sumarliðadóttir, 8.9.2008 kl. 02:35

5 Smámynd: Guðrún Erla Sumarliðadóttir

Tárin koma líka þegar við erum glöð,hamingjusöm og sérstaklega þegar við hlægjum mikið.

ÞAÐ ER SVO GOTT AÐ HLÆGJA.

Guðrún Erla Sumarliðadóttir, 8.9.2008 kl. 03:15

6 Smámynd: Húsmóðir

Þetta er BARA snilld  - greinilega mikill spekingur á ferðinni þarna.

Húsmóðir, 8.9.2008 kl. 17:23

7 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Dásamlegt

Rúna Guðfinnsdóttir, 10.9.2008 kl. 17:44

8 Smámynd: egvania

 Freyja, börn eru svo dásamleg lítil ömmustelpa spurði mig: Hvaða andlit fæ ég þegar ég verð stór, hver verð ég þegar ég verð stór verð ég, eða verð ég einhver önnur og hver verð ég þá?

 Þú getur ímyndað þér hve langan tím það tók mig að svara þessu og ég þurfti sko að hugsa mikið.

Kærleik kveðja og njóttu helgarinnar Ásgerður

egvania, 13.9.2008 kl. 18:08

9 Smámynd: Helga skjol

Tær snilld

Helga skjol, 15.9.2008 kl. 06:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband