Ekki lítil – heldur lágvaxin

Ég skrapp í búð í dag eftir sólbaðsmaraþon mikið og hitti þar systkini sem voru á leikskóla sem ég vann á. Það var ótrúlega gaman að hitta þau og sögðu þau mér stolt að þau væru ekki lengur leikskólabörn heldur á leiðinni í fyrsta bekk grunnskólagöngunnar. Mikið afrek það, en ekki hvað?

Eitt þeirra var augljóslega búið að gleyma smæð minni og minntist á að ég væri nú ekkert sérlega stór, ég væri hreinlega lítil. Mér brá að sjálfsögðu ekki nokkurn skapaðan hlut við þessa athugasemd sem er nánast daglegt brauð í mínu lífi. Það voru þó ekki allir á eitt sáttir og heyrðist í öðru systkininu ,,Nei, nei, hún er ekkert lítil, hún er lágvaxin."

Ég hef síðustu árin náð að sættast vel við að vera lítil - en ég er sko miklu sáttari við að vera lágvaxin!

Sumar-lágvaxtar-kveðja,

Freyja


Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 21.6.2008 kl. 23:56

2 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Haha snilld. Ég er lágvaxin og feitlaginn en segi samt þegar ég fæ athugasemd yfir holdarfari mínu að ég sé ekki feit heldur bara of lágvaxin

Sigurbjörg Guðleif, 22.6.2008 kl. 00:14

3 identicon

já algjör snilld,ég er lágvaxinn karlmaður og hef aldrei þótt það neitt mál en ég hef húmor sem betur fer og segi oft í góðre vina hópi að ég sé hæðaskertur!

eggert rúnar birgisson (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 00:22

4 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Já, börnin oft með yndislegar athugasemdir.Mér fynnst orðið hæðaskertur frábært. Hvar eru hæðamörkin?

Elísabet Sigmarsdóttir, 22.6.2008 kl. 01:37

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Voða var þetta sæt og kurteisleg athugasemd

Rúna Guðfinnsdóttir, 22.6.2008 kl. 02:42

6 identicon

Vel athugað hjá stúlkunni :)

Huld Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 09:43

7 identicon

Eða hinu systkininu meina ég, fannst e-n veginn eins og það væri stelpa sem hefði sagt þetta :) Kveðja heim :*

Huld Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 09:44

8 Smámynd: Dísa Dóra

Börn eru svo yndislega hreinskilin og maður getur nú ekki tekið nærri sér athugasemdir þeirra þó sennilega yrðu þær særandi frá fullorðnu fólki.  Mér finnst lágvaxin flott orð og frábært að svo ung börn skuli koma með slíkt orð

Dísa Dóra, 22.6.2008 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband