Á meðan þúsundir foreldra í heiminum...

Baby_Face_2 

... bíða eftir ættleiðingu, jafnvel í mörg ár, eru ungbörn drepin, sett í plastpoka og hent í runna.

Þetta er án efa mjög flókið mál og það sem býr að baki því er alvarlegra en orð fá lýst. Nú veit ég ekki hvort þetta var mjög ung móðir í erfiðri félagslegri stöðu, móðir með mikið fæðingarþunglyndi, móðir í neyslu eða e-r allt önnur móðir. Ég skil bara ekki, í sakleysi mínu, hvernig í ósköpunum kona getur verið ólétt og verið svona hrædd eða ósátt við það án þess að nokkur taki eftir því. Kannski var barnið ekki dáið þegar það var skilið eftir, kannski var vonin sú að e-r myndi finna það og hugsa vel um það - betur en foreldrarnir höfðu kost á. Kannski.

Það sem stuðar mig mest er, að í velferðarsamfélögum sem eru talin nokkuð góð, sem monta sig oft af eigin ágæti og sem gefa sig út fyrir að veita öllum samfélagsþegnum margþátta félagslega aðstoð eigi þetta sér stað - ekki bara einu sinni, heldur oft.

Það hlýtur að vera hægt að efla forvarnarstarf í þessum efnum, bjóða foreldrum sem ekki er ástatt að taka á móti barninu sínu að gefa þau til ættleiðingar og finna leiðir fyrir þessa sömu foreldra til að taka því sem höndum ber og stuðning til að bregðast ekki barninu.

Þó foreldrar í þessari stöðu séu ósýnilegir og erfitt sé að pikka þau úr fjöldanum hlýtur skóla-, heilbrigðis-, og félagskerfi að geta unnið harðar að því, í formi fræðslu, eftirlits og umræðu að koma í veg fyrir örlög sem þessi. Það eru stefnur í eineltismálum, fræðsla um kynferðisofbeldi, forvarnir gegn vímu- og fíkniefnaneyslu, áróður gegn reykingum og ofsaakstri - hví ekki í þessu? Auðvitað skila stefnur, fræðsla, forvarnir og áróður okkur ekkert fullkomnum heimi, en það bjargar kannski fleiri mannslífum og andlegri geðheilsu fólks.


mbl.is Lík af nýfæddu barni fannst í Horsens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Það er alveg hryllilegt þegar svona atburðir eiga sér stað og mikið þarfaþing að fjalla um þau á opinskáan hátt en ekki bara loka augunum og koma sér undan óþægindunum sem fylgja því að horfast í augu við svona hluti. Þá fyrst er hægt að takast á við vandann og leita lausna.

Takk fyrir Freyja og Alma að vekja máls á þessu mikilvæga samfélagsmáli.

Ljósgeislar til ykkar,  Klara

Sólveig Klara Káradóttir, 3.6.2008 kl. 20:09

2 Smámynd: Árný Albertsdóttir

Sæl Freyja og takk fyrir þetta.

Ég er svo sammála þér. Dóttir mín er í þeirri stöðu að geta ekki átt barn og hefur farið tvisvar í glasafrjóvgun á þessu ári en misst í bæði skiptin. Þegar hún missti í seinna skiptið þurfti hún að fara á kvennadeildina og sat þar á biðstofu með stúlku sem var að fara í fóstureyðingu. Þetta var stúlkunni ósköp eðlilegt, eins og að panta sér kaffibolla, sagði dóttir mín. En á sama hátt erfitt fyrir unga konu sem þráir að eignast barn og getur ekki. Við ættum í okkar "fjölskylduvæna" þjóðfélagi að koma betur á móts við þá einstaklinga sem þrá börn en geta ekki eignast þau eftir "eðlilegum" leiðum.

Kveðja til Ölmu sem ég þekkti sem litla dömu. Árný

Árný Albertsdóttir, 4.6.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband