Upplestur úr Postulín

ad_8185_3733 

Þriðjudagskvöldið 22. apríl, kl. 20:00, verðum við með upplestur úr bókinni okkar Postulín hjá Sölku forlagi - Skipholti 50 C. Um er að ræða notalega kvöldstund opna öllum þar sem við lesum nokkra velvalda kafla úr bókinni, svörum spurningum og opnum fyrir umræðu er varða efnistök bókarinnar.

 

,,Bókin Postulín á erindi til allra sem leita hamingjunnar því hún er vitnisburður um einstakling og fjölskyldu sem tekst með einstökum hætti að sigrast á mótlæti. [...] Draumur Freyju er samfélag á mismununar. Sjálf gerði það sem hún átti ekki að geta og tókst að sigrast á fordómum allt um kring. Hún þorði að eiga sér drauma og nýta fötlun sína öðrum til góðs. Þess vegna er fötlun forréttindi." - Gunnar Hersveinn, Morgunblaðið

,,Freyja og Alma komu til okkar í Hlíðaskóla og lásu upp úr bók sinni Postulín. Þessi stund verður ógleymanleg öllum viðstöddum og náðu þær einstöku sambandi við unglingana sem á hlýddu. Upplesturinn hafði þroskandi og djúpstæð áhrif á nemendur sem fengu um ótal margt að hugsa. Saga Freyju snart þá og nemendur geyma minningarnar um þessa stund í huga sínum og hjarta um ókomin ár." - Aðalheiður Bragadóttir, Náms-og starfsráðgjafi Hlíðarskóla

,,Þessi bók [Postulín] er með þeim áhrifameiri sem ég hef lesið. Þetta er frásögn af einstökum dugnaði og hugrekki. Hér verður fólk bara að lesa til að skilja og sem flest ættu einmitt að gera það." - Magnús Þór Hafsteinsson

 

Við hlökkum til að sjá ykkur öll!

Kv. Freyja & Alma

_MG_7804


Athugasemdir

1 Smámynd: Lovísa

Kemst víst því miður ekki. En gangi ykkur vel

Lovísa , 21.4.2008 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband