Sjálfsstyrking

Ég var að koma heim úr fyrirlestri á sjálfstyrkingarnámskeiði Ölmu en þar hélt ég fyrirlestra fyrir báða hópana sem sækja námskeiðið. Þetta var mjög ánægjuleg stund en ég fjallaði um upplifun mína af fötluninni, hvernig viðhorf mitt og skilningur hefur breyst gagnvart henni, hvernig hugsun mín um mig sem konu (ekki bara sem fötlun) hefur þróast og hver mín leið er til árangurs.

Námskeiðin hafa verið í fullum gangi og er ég ein af mörgum sem koma að því. Alma er búin að vera út um víðan völl með kynningar á því og brot úr námskeiðunum í félagsmiðstöðvum hér í bænum og á landsbyggðinni.

Það var ánægjulegt að hitta svona breiðan hóp af stelpum og þakka ég þeim kærlega fyrir áhuga og góða hlustun.

Kv. Freyja

 


Athugasemdir

1 identicon

Freyja..

Mig langaði bara að segja Takk fyrir mig.... ég var fyrirlestrinum á námskeiðinu hjá Ölmu áðan  Mér finnst þú ekkert nema æðisleg og frábær manneskja  Þú veittir mér mikinn innblástur!! Vonandi á ég eftir að sjá þig og fá að hitta þig einhverntímann aftur í framtíðinni  Gangi þér vel...

Kv. Tanja Dagbjört

Tanja Dagbjört (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 01:33

2 Smámynd: Lovísa

Þetta er alveg frábært hjá ykkur.

Gangi ykkur vel í framtíðinni.

 Girls Rule

Lovísa , 19.3.2008 kl. 13:43

3 Smámynd: Brynja skordal

Gleðilega páska stelpur mínar þið eruð yndislegar

Brynja skordal, 19.3.2008 kl. 23:02

4 identicon

Hæ hæ elsku Freyja.

Takk kærlega fyrir fallegu kveðjurnar.

Vonandi ertu búin að hafa það verulega gott um páskana og slaka vel á og borða vel og safna kröftum fyrir það sem framundan er.

Kær kveðja 

Olga Björt og dætur (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 17:28

5 Smámynd: Lovísa

 

Innlitskvitt  Góða helgi.

Kveðja, Lovísa.

Lovísa , 28.3.2008 kl. 11:24

6 identicon

Ég heiti Berglind Pálmadóttir, er að verða tvítug, og er í 4ja bekk á málabraut í Menntaskólanum að Laugarvatni. 

Sko..ég á við smá vandamál að stríða.. ég las bókina þína, sem er b.t.w., ótrúlega góð!! ;)  ég las einhvers staðar að þessi bók breytir lífi manns og hún gerði það sko heldur betur í mínu tilfelli.. ekki það að ég hafði einhverja fordóma áður..       allavega......

...vandamálið mitt er það að ég var að lesa bókina fyrir verkefni í skólanum, við áttum að lesa bók og gera svo veggspjald og hafa kynningu á bókinni.. á veggspjaldinu átti að koma fram 3-5 dómar um bókina og ég er búin að fara á allar síður sem mér dettur í hug og ég finn bara einn dóm og það er dómurinn á síðunni þinni, sá sem Edda Heiðrún Bachman skrifar!.. ég er búin að fara á Google, rúv, Mbl..

ég var sem sagt að pæla hvort þú vissir um einhverja dóma um bókina þína og ef þú skoðar síðuna þína í dag þá væri æðislegt ef þú létir mig vita í dag þar sem ég á að skila verkefninu á morgun :P

Kær kveðja; Berglind Pálma :)

Berglind Pálmadóttir (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 14:08

7 Smámynd: Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir

Sæl Berglind

Takk fyrir falleg orð um bókina okkar og fyrir að velja hana í verkefni þínu. Það er ánægjulegt að heyra.

Auk gagnrýni Eddu Heiðrúnar fengum við neðangreint m.a.

Lifandi frásögn Freyju, kjarkur hennar og leiftrandi kímni er ómetanlegt fyrir okkur sem vinnum að málefnum fatlaðra. Frásögn hennar gefur von um nýja sýn. Við þurfum á því að halda til að losa okkur úr gömlum viðjum. Takk Freyja og Alma.

Hrefna Haraldsdóttir, fjölskylduráðgjafi Sjónarhóls

„ÞAÐ eru forréttindi að lifa með fötlun,“ er ögrandi fullyrðing sem Freyja Haraldsdóttir setur fram í bókinni Postulín sem hún skrifar með vinkonu sinni Ölmu Guðmundsdóttur. Fullyrðingin hljómar glannalega enda efaðist Freyja sjálf um hana. Og þó – oft felur sannleikurinn sig í því sem sýnist vera öfugmæli. Fullyrðingin er hugarhögg því hún kemur róti á hefðbundnar skoðanir – en reynist rétt vegna þess að Freyja hafði tekið ákvörðun um að vera hamingjusöm og hún vill einnig hjálpa öðrum til að sjá leiðina til hamingjunnar. Sársaukinn hefur verið skuggi Freyju frá fæðingu því hún fæddist með genagalla (OI) sem veldur því að bein hennar eru svo viðkvæm að þau geta hrokkið í sundur af litlu tilefni. „Ég var sú eina á Íslandi með OI á svo al varlegu stigi og því var engin reynsla af tilfellum eins og mínu.“ (48). Flestir gera tilraun til að feta vænlega slóð í lífinu til að höndla hina eftirsóknarverðu hamingju en slóð Freyju kostaði strit, puð og púl. „… upp á hvern einasta dag legg ég mig fram um það verkefni. Suma daga er það leikur einn og gengur eins og í sögu, en aðra daga þarf ég að beita öllu mínu hugarafli til að skrika ekki fótur og detta ofan í holuna.“ (235). Bókin Postulín á erindi til allra sem leita hamingjunnar því hún er vitnisburður um einstakling og fjölskyldu sem tekst með einstökum hætti að sigrast á mótlæti. „Ég er manneskja, ekki bara fötlun,“ segir Freyja og bendir fólki um leið á skylduna að gera ávallt greinarmun á persónum og þáttum sem valda mismunun. Freyja er góð fyrirmynd og því er áhugavert að kanna hver hennar fyrirmynd er, fyrir utan fjölskyldumeðlimi. Það er Martin Luther King Jr. og eiginleikarnir sem hann stóð fyrir: Staðfesta, fórnfýsi, hugrekki og réttlæti. Draumur Freyju er samfélag á mismununar. Sjálf gerði það sem hún átti ekki að geta og tókst að sigrast á fordómum allt um kring. Hún þorði að eiga sér drauma og nýta fötlun sína öðrum til góðs. Þess vegna er fötlun forréttindi. Freyja er óvænt hetja á skjön við hefðina. „Ég fæddist inn í heim sem gerir engan veginn ráð fyrir mér …“ segir Freyja sem brýtur glansmyndir og verður hamingjusöm með því að taka að sér þýðingarmikið hlutverk í samfélaginu.

Alma Guðmundsdóttir Freyja Halldórsdóttir

- Gunnar Hersveinn, Morgunblaðinu

Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, 30.3.2008 kl. 19:26

8 identicon

Takk æðislega fyrir :D

 og bara svo þið vitið það þá mæli ég sko heldur betur með þessari bók.. þeir sem hafa heyrt um þig eða verið á fyrirlestrum hjá þér vita svona í grófu hvernig líf þitt hefur verið en það er sko ekkert verra að lesa bókina! 

Berglind Pálma :) (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband