Jón og Sr. Jón

Ég gat nú ekki annað en brosað út í annað þegar ég sá þessa frétt. Það er án efa mikið að gera hjá þingmönnum og ef það að þeir fái aðstoðarmenn auki afköst þeirra og vandvirkni samfélaginu í hag er ekkert neikvætt um þetta að segja.

Það er þó athyglisvert að hugsa til þess að fatlað fólk þarf aðstoð við margar grundvallar athafnir daglegs lífs til að njóta lífsgæða, frelsis og frama í þjóðfélaginu. Ég barðist í þrjú ár til að fá það í gegn að ráða til mín aðstoðarfólk sem ekki þótti sjálfsagt. Í dag er mikið af hreyfihömluðu fólki sem berst í þessu og fær misgóðar undirtektir.

Þar sem að ég hef aðstoðarfólk get ég:

  • Stundað háskólanám
  • Starfað sem fyrirlesari
  • Farið í sjúkraþjálfun
  • Tekið þátt í baráttumálum er lúta að málefnum fatlaðs fólks
  • Farið á klósettið þegar mér hentar en ekki að bíða þar til mamma kemur heim
  • Skroppið í banka, búð eða apótek
  • Skellt mér í bíó með kortérs fyrirvara
  • Farið heim af djamminu þegar ég vil en ekki bara þegar vinirnir vilja það
  • Verið ein heima lengur en tvo tíma
  • Þvegið þvottinn minn sjálf
  • Stjórnað lífi mínu, valið mér nám og störf, haft frelsi til að gera það sem hugurinn sækist eftir og upplifað það að vera manneskja.

Allt ofangreint væri ekki í boði fyrir mig án aðstoðarfólks. Allt ofangreint er ekki í boði fyrir tugi af fötluðu íslensku fólki. Það er spurning hvort ætti að ganga fyrir; frumvarp um aðstoðarfólk fyrir almenna borgara sem skilgreindir eru fatlaðir eða almenna borgara sem skilgreindir eru sem þingmenn.

Kannski að fleiri fatlaðir ættu að skella sér á þingið, þá myndu fleiri fá aðstoðarmenn.... Cool

In full respect.... Halo


mbl.is Þingmenn fái að ráða aðstoðarmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

Góður punktur!

Ragga (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:59

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er svona fyrsta flokks vinstrihandar rothögg!

Rúna Guðfinnsdóttir, 20.2.2008 kl. 23:41

3 identicon

frábær pistill - það eru alltof margir að berjast í þessum pakka. 

Berglind Elva (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 01:21

4 identicon

Nákvæmlega!

María (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 15:30

5 identicon

vá vá vá - FRÁBÆR pistill Freyja - inn á þing með þig TAKK!!!!!!!!

Eigið góða helgi stöllur

Særún

Særún (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 20:15

6 identicon

Nokkuð til í þessu hjá Særúnu, það væri reynandi að koma þér á þing mín kæra

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 21:54

7 identicon

ef þú færir inn á þing væriru þá ekki með tvo aðstoðarmenn?? hehe

Þóra Kristín (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 13:54

8 identicon

Helv...(úps) er þetta öflug færsla hjá þér. Snillingur! Vona að sem flestir sjái hana svo að þeir átti sig á því hvar virkiega er þörf fyrir aðstoðarmenn í samfélaginu!

Olga Björt (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 11:20

9 identicon

Halló skvís!!

Ætlaði bara að kasta á þvi kveðju!

híhí sátt með eiginhandaráritunina sem var í bókinni minni um jólinn:) híhí!!

Ekkert smá gaman að lesa færslurnar þínar!! Þú ert snillingur!!!! 

Knús og kossar frá Akureyri! :*

Erna (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband