Rósin 2008

666-220Ásta B. Þorsteinsdóttir er fædd 1. desember 1945 og lést af völdum krabbameins 12. október 1998. Hún var móðir Ásdísar Jennu Ástráðsdóttir sem er vel þekkt fyrir ljóð sín og baráttuþrek sem manneskja með fötlun. Ásta barðist mikið fyrir málefnum fatlaðs fólks í kjölfar þess að hún eignaðist Ásdísi en að mennt var hún skurðhjúkrunarfræðingur. Hún var formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar og í stjórn um langt skeið, ásamt því að starfa ötullega á Alþingi, og beitti sér fyrir því að fatlað fólk væru þátttakendur í samfélaginu, myndu búa við sjálfstæði, lífsgæði, frelsi og mannréttindi. Eins og góð kona sagði um hana ,,hún var alltaf skrefinu á undan okkur hinum." Á meðan þjóðin talaði um sambýli, talaði hún um einstaklingsmiðaða þjónustu sem átti að gera fötluðu fólki kleyft að búa á eigin heimili með aðstoð.

Það hefur verið mikill missir af Ástu fyrir allt samfélagið okkar og málaflokk fatlaðs fólks. Þó ég hafi líklega ekki hitt Ástu oft hef ég alltaf vitað hver hún var, allt frá því ég var lítil. Af hverju? Því í hvert skipti sem nafn hennar bar á góma var fólk með stjörnur í augunum. Sem barn var ég ekki alveg meðvituð um af hverju en það fór ekkert fram hjá mér að það sem hún framkvæmdi og áorkaði var stórglæsilegt. Hennar störf hafa markað mikilvæg spor í viðhorfum og framþróun í málaflokknum okkar, í raun hjörtum okkar líka. Ásta gerði það alveg ljóst að baráttan sem við herjum daglega snúist ekki um neitt smáræði, heldur mannréttindi okkar allra.

Í dag heiðraði fjölskylda Ástu á samvinnu við Þroskahjálp minningu þessarar mögnuðu konu og í tilefni af því veittu þau hvatningarverðlaunin Rósina. Ég varð þeim forréttindum aðnjótandi að verða fyrir valinu að þessu sinni og tók við Rós nú seinnipartinn í dag. Eins og þið vitið hef ég fengið mikla hvatningu síðasta árið og er ég óhemju þakklát fyrir það.

5665~Red-Rose-Posters

Athöfnin í dag var ein sú fallegasta sem ég hef upplifað en hún bar með sér sömu reisn og Ásta gerði og er ég djúpt snortin af því að veita þessari viðurkenningu viðtökur. Það mun enginn geta fetað Ástu spor eins vel og hún sjálf en Rósin er svo sannarlega hvatning fyrir mig til að horfa fram á við og halda áfram mínu striki. Ég stefni allavega á að heiðra minningu þessarar baráttukonu með því að gera mitt allra besta í að halda uppi hugsjónum hennar og áherslum sem eru að sjálfsögðu; eitt samfélag fyrir alla.

Rósin mun minna mig á hennar baráttuvilja og að það sé ekki í boði að láta deigan síga né starfa með hálfum huga - það er í raun bara einn möguleiki í stöðunni; að halda áfram, trúa á framfarirnar og taka þátt í þeim.

- Freyja


Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.1.2008 kl. 23:08

2 identicon

Innilega til hamingju með Rósina  

"að halda áfram, trúa á framfarirnar og taka þátt í þeim ".   Þessi setning er fullkomin ! 

Kv Alla

Aðalheiður Þórisdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Dísa Dóra

Innilega til hamingju með Rósina - þú ert vel að henni komin

Dísa Dóra, 12.1.2008 kl. 10:26

4 identicon

Innlega til hamingju með það og þú átt þetta skilið eins og allt hitt

kv Jón og Margrét

jón (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 11:55

5 identicon

Til hamingju með rósina Freyja mín, þú ert vel að henni kominn og berð hana með reisn.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 12:03

6 identicon

Til hamingju með rósina - vel að henni kominn.  Ef ég væri með hatt þá tæki ég hann að ofan fyrir þér  góður pistill - og frábærlega vel skrifaður.

haltu áfram á þinni jákvæðu braut, þú ert mér og mínum mikil hvatning

Berglind Elva (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 12:27

7 identicon

Elsku Freyja,

innilega til hamingju með þennan mikla heiður.  Þú ert að uppskera eins og þú hefur sáð.  

Kossar og knús

Særún

Særún (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 12:30

8 identicon

Til hamingju! Fallega skrifað hjá þér :)

Huld (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 13:21

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.1.2008 kl. 20:29

10 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Til hamingu þú ert verðug heiðursins.

Takk fyrir góðan pistil.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 13.1.2008 kl. 00:17

11 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Innilega til hamingju. Ég veit að þú ert verðug  þess að bera rósina

Rúna Guðfinnsdóttir, 13.1.2008 kl. 17:58

12 identicon

Hæ Freyja mín,

gleðilegt ár og takk fyrir öll gömlu ;-)  Innilegar hamingjuóskir með þetta allt saman hjá þér , bara frábært  og takk kærlega fyrir að halda vöku fyrir mér í nótt byrjaði nefnilega á bókinni og gat ekki hætt fyrr en hún var búin  algerlega frábær takk fyrir mig

kv Lína

lina (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 14:20

13 Smámynd: Kolgrima

Innilega til hamingju með rósina. Þú ert vel að henni komin; Ásta var einstök kona.

Megi allt ganga þér í haginn á nýju ári. 

Kolgrima, 15.1.2008 kl. 04:05

14 identicon

tilhamingju með þessi hvatnígarverðlaun átt það sko vel skilið

Svana (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 22:37

15 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Til hamingju með Rósina,já,Ásta B Þorsteinsdóttir var kjarnakona það vitum við sem þekktum hana gegnum störf hennar sem féll frá langt fyrir aldur fram.

Magnús Paul Korntop, 18.1.2008 kl. 15:41

16 identicon

Elsku Freyja.

Hjartanlega til hamingju með Rósina og einnig með bókina.

Mikið er ég (og örugglega allir sem þekkja þig og þó víða væri leitað) rosalega stolt af þér. En þú átt sko alveg skilið allt það hrós sem þú færð og allar þær rósir líka. Haltu áfram á sömu braut.  Bestu kveðjur til þín og þinna xxx  E.

Edda í Englandi (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband