Framundan

Eins og okkar er von og vísa er margt framundan en á morgun munum við selja og árita bækur fyrir starfsfólk Sjónarhóls og Æfingarstöðvarinnar. Seinnipartinn er svo förinni heitið á Selfoss þar sem við munum árita í Pennanum.

Á laugardaginn ætlum við að selja Postulín á jólamarkaði í Kjós frá 13:00-15:00 og förum svo beint þaðan í upplestur hjá Landsbankanum. Á sunnudaginn förum við einnig í Landsbankann og svo er það bara Akureyri city. Cool

Þar munum við dvelja fram á þriðjudag, vera með upplestur á bókasafninu á mánudagskvöldið og árita fyrr um daginn í Bókval, nánar tiltekið kl. 16:00. Á þriðjudaginn verðum við með upplestur fyrir starfsmenn Bæjarskrifstofunnar þar og bruna svo suður aftur í upplestur í Kjós.

Eins og liggur í augum uppi passa ég ekki inn í innanlands flugvélar sökum mikillar fyrirverðar og munum við því keyra norður. Ég bið ykkur því að leggjast á bæn og biðja veðurguðina að haga sér eins og herramenn *hóst* .... við vitum það, það er desember. Wink

Takk annars fyrir fallegar kveðjur. InLove

Alma og Freyja


Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg frábært hjá ykkur ! Stórglæsileg bók. Gangi ykkur vel á leiðinni norður, krossa putta fyrir góðu veðri :)

Ásta (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 10:23

2 identicon

Sæl og blessuð Freyja.

Ég heiti Jóhanna Kr. Hauksd og bý á Fáskrúðsfirði. Einu sinni þekkti ég þig og þína foreldra, en við áttum lítinn strák sem hét Ísak Fannar og voruð þið saman í Greiningarstöðinni. Einnig á ég tvo aðra fullorðna stráka og eina stelpu en Pétur sonur minn er jafngamall og þú og þið lékuð ykkur oft saman þegar þið httust ung að aldri. Við hittum þína foreldra nokkuð oft og þig, alltaf var það gaman. Mikið er ég búin að hugsa til þín og þinna og er ég ekkert smá stolt af þér. Þú ert frábær.  Ég sá þig í Kennó fyrir nokkru en ég stunda fjarnám þar en var ekki viss í hvort þú mundir þekkja mig svo ég kunni ekki við að heilsa þér en auðvitað er það algjör vitleysa. Ég bið að heilsa foreldrum þínum.

Haltu áfram að vera þú vegna þess að þú ert algjört æði.

Kveðja

Jóhanna Kr. Hauksd. 

Jóhanna Kristín Hauksdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 12:21

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég hef þegar keypt bók, má maður koma með hana á einhvern þessara staða til að fá áritun?

Rúna Guðfinnsdóttir, 7.12.2007 kl. 15:51

4 identicon

Elsku Freyja,

mikið var gaman að heyra aðeins í þér í gær þó Kalli könguló hafi ekki leyft okkur að tala lengi

Við söknum þín mikið og fylgjumst reglulega með hér á síðunni ykkar.  Erum svo stolt af þér.

Ástarkveðjur frá Costa Rica

Árný, German, Margrét Björg og Alonso Karl

Árný (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 19:49

5 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Vonandi fáið þið gtt veður og góða færð.
En Akureyri " city " .?

Halldór Sigurðsson, 8.12.2007 kl. 20:53

6 identicon

Blessuð.

Hvernig í ósköpunum hefurðu tíma til að lesa fyrir próf?...

Ætla að reyna að koma á bókasafnið á morgun til að fá áritun. Ég myndi leggja af stað norður strax á sunnudagskvöld. Spáð brjáluðu á mánudag. Gangi þér vel.

Kær kveðja, Hildur

Hildur bekkjarsystir (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 00:30

7 Smámynd: Þórunn Eva

gangi ykkur vel kv Jón Sverrir.. (er í einstökum Börnum en sökum þess að ég er alltaf veikur hef ég ekki komist á neitt sem einstök börn hafa boðið upp á.... hefum svo viljað vera á jólaballinu sáum í fréttunum að það var stuð hjá ykkur)

Þórunn Eva , 9.12.2007 kl. 13:38

8 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þið eruð flottar.   Það e sko tekið eftir hvað þið eruð að gera.    Algjört grettistak fyrir fatlaða.

Marinó Már Marinósson, 9.12.2007 kl. 17:29

9 Smámynd: Dísa Dóra

Innilega til hamingju með titilinn elsku Freyja.  Þú átt hann svo sannarlega skilið og sú eina sem mér fannst koma til greina sem kona ársins í ár

Ég er stolt af að vera bloggvinkona þín og stolt af mannlíf fyrir að velja rétt og stoltust er ég af þér

Dísa Dóra, 12.12.2007 kl. 18:53

10 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Innilegar hamingjuóskir "kona ársins". Þú ert nú kona aldarinnar í mínum augum. Konan sem mun verða minnst um ókomna tíð sem var úr járni í postulínsumbúðum. Þú ert sko að velta við fjöllum mín kæra og ég hálf táraðist við þessa frétt því enginn á þennan heiður meira skilinn en þú. Þið eruð flottar saman báðar algjörar postulínskonur .

Kristbjörg Þórisdóttir, 12.12.2007 kl. 20:07

11 identicon

TIL HAMINGJU með en eina rósina í hnappagatið! við erum heppin að svona fólk er til sem berst fyrir réttindum okkar. Maður veit aldrei hvenar maður og manns nákomnu munu njóta góðs af því. Það er líka frábært að fá að sitja þetta nám með þér og fá þitt sjónarsvið á málunum, eitthvað sem allir þroskaþjálfanemar hefðu gott af. Og takk innilega fyrir samstarfið í vetur. Tvær níur geri aðrir betur

Þórey bekkjarsystir (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 20:17

12 identicon

Hjartanlegar hamingjuóskir Freyja   Þú ert svo sannarlega KONA ÁRSINS og áttir þetta svo sannarlega skilið! Gangi þér vel í próflestri sem og öllu öðru.  Sjáumst, Inga Birna

Inga Birna (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband