Með ólíkindum

Það er hreint ótrúlegt hvað við erum komin stutt á veg í búsetumálum fatlaðs fólks. Valið er þröngt, úrræðin fá og þjónustan skert og oft skelfilega léleg. Það er ekki beint starfsfólkinu að kenna (þó það sé reyndar oft stofnanameðvirkt) en fáir sækjast í störfin vegna lélegra launa. Þeir sem starfa inn á ,,heimilum" (finnst þau ófá mjög stofnanaleg) glíma við manneklu upp á hvern einasta dag, alltof mikið álag og samviskubit yfir því að geta ekki veitt íbúum mannsæmandi aðstoð og þjónustu.

Það versta við þetta allt saman er að fjárveitingavaldið fattar ekki að það er fjárhagslega hagkvæmt fyrir þjóðina að eyða peningum í lífsgæði fólks með fötlun því þá líður okkur vel og þurfum síður á sálrænum úrræðum að halda, vinnum vinnuna okkar, tilheyrum mannauði atvinnulífsins, greiðum okkar skatta og búum á okkar heimilum svo ekki þarf að búa til endalausar stofnanir (sérstaklega fyrir okkur, sem erum í raun ekkert sérstakar i en neinn annar í þessum heimi) sem aldrei er almennilega hægt að manna.

Strákurinn í neðangreindri frétt vill búa einn. Það fyndna er að Svæðisskrifstofan, jú, jú, hún býður upp á sjálfstæða búsetu en reiknar ekki með að fólk sem kýs það, þurfi neina aðstoð. Ég þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs en samt stefni ég á að búa ein.

Sjálfstæði er ekki það að gera allt upp á eigin spýtur, sjálfstæði er að gera það sem þú vilt þegar þú vilt það, burt séð frá því hversu mikla aðstoð þú þarft við framkvæmdina.


mbl.is Vill sjá soninn búa einan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

Bý erlendis með fatlaða dóttur mína. Hef stundum verið að velta  því fyrir mér að flytja heim en þjónusta við fatlaða er svo bágborin á íslandi miða við þar sem við búum að ég sé enga ástæðu fyrir að láta verða af þessum plönum. Legg hreinlega ekki í það.  Velferðarþjóðfélag á Íslandi er ekki staðreynd fyrir alla -  held ég fram allavegna.

Hdj (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 12:04

2 identicon

tek undir hvert orð. Nk. miðvikudagskvöld eru Foreldrasamtök fatlaðra með fund að Háaleitisbraut 13, 4 hæð kl. 20.00 þar sem fjalla á um búsetumál fatlaðra og koma fulltrúar frá svæðisskrifstofum málefna fatlaðra ma. og svara fyrirspurnum.Það verður fróðlegt að heyra hvað þeir hafa um málið að segja.

Ásta (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 12:59

3 identicon

Hrafnkell,   fólk með Asperger heilkenni er jafn misjafnt og heilbrigt fólk.  Þó að þessi eini sem þú veist um geti búið einn, þá eru margir með  þessa greiningu þurfa á stuðningi og hjálp til að geta búið einir.  Þessu fólki þarf félagslega kerfið að bregðast við og aðstoða.

Það er mjög stór hópur ungs fólks á aldrinum 11-17 ára sem mun þurfa á slíkri aðstoð að halda í mjög náinni framtíð, en það virðist lítið vera gert í þessum málum og ekki búið í haginn fyrir framtíðina.

Dísa (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 13:54

4 Smámynd: E.R Gunnlaugs

Já, það er sorglegt hvernig búsetumálum er háttað hér á landi, alveg til skammar!

Ég er ein af þeim sem lagði stund á nám í þeim tilgangi að starfa sem fagmaður í búsetu, ég hætti og fór að vinna í leikskóla, er að fá betri laun (ótrúlegt en satt), þægilegri vinnutíma og þegar ég fer heim úr vinnunni skil ég vinnuna eftir í vinnunni.

Ég vona svo sannarlega að þú fáir að búa ein, vitna nú bara í þín eigin orð... "Sjálfstæði er ekki það að gera allt upp á eigin spýtur, sjálfstæði er að gera það sem þú vilt þegar þú vilt það, burt séð frá því hversu mikla aðstoð þú þarft við framkvæmdina."

Þetta er nú ekki flóknara en það, fólkið þarna á toppnum veit það nú þurfa þeir bara að gera eitthvað í þessu að alvöru.

kv. er

E.R Gunnlaugs, 21.11.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband