Postulín komin í verslanir

null 

Það voru ekki amalegar fréttir sem við fengum í morgun þegar okkur var tilkynnt að bókin Postulín væri tilbúin úr prentun og myndi verða dreifð í flestar verslanir í dag og á morgun. Við erum komnar með okkar fyrstu eintök í hendur og í raun orðlausar að draumurinn okkar, sem var svo fjarlægur fyrir tveimur árum, sé orðinn að veruleika. Við verðum að viðurkenna að við erum mjög stoltar konur í dag.

Það er vægast sagt skrítin tilfinning að vera nú berskjaldaður fyrir öllum þeim sem vilja lesa. Þessi vinátta okkar Ölmu hefur verið mér, og mun alltaf vera, einstaklega mikilvæg því með hana við hlið mér tókst mér að opna fyrir gátt sem hefur alltaf verið stífluð og svara spurningum sem engin hefur þorað að biðja mig að svara. Það eru samt sem áður þær spurningar sem hafa hjálpað mér að hreinsa út óþarfa vanlíðan sem ég hef haldið inn í mér fram til dagsins í dag. Ég er hæst ánægð með mína ákvörðun og vonum við Alma báðar að sú sjálfskoðun sem við fórum báðar í gegnum, við skrifin, dusti rykið af gömlum tabúum, opni víðari sýn á margbreytileika mannlífsins og hjálpi fólki að horfast í augu við sjálfan sig og lífið.

Við vonum að þið njótið góðs af Postulíninu okkar, við höfum skemmt okkur konunglega og velst um af hlátri þrátt fyrir átakanleg augnablik við og við.

Framundan er kynningarstarfsemi, upplestrar og áritanir og verðum við eins öflugar og við mögulega getum við að auglýsa það hér á blogginu.

Eigið yndislega helgi,

Fyrir hönd okkar beggja,

- Freyja


Athugasemdir

1 identicon

Frábært hjá ykkur innilega til hamingju, hlakka til að lesa bókina. Sjaumst í byrjun des Freyja mín

Kveðja Enika

Enika (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 20:28

2 identicon

Til hamingju með bókina stelpur, hún á örugglega eftir að opna ýmsar víddir hjá fólki, hlakka til að lesa hana.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 20:52

3 identicon

Bókin ykkar verður hluti af bókastaflanum sem ég ætla að lesa um jólin :) Ég hlakka mikið til að lesa hana. Hún á örugglega eftir að sýna mér líf sem ég þekki ekki og ég hlakka til að læra af því.

Gangi ykkur allt í haginn stelpur.

Íris Ómars. (úr FG) (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 22:32

4 identicon

Til hamingju, get ekki beðið eftir að hefja lesturinn! Kveðja frá Hannover, Huld.

Huld Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 22:47

5 identicon

Innilega til hamingju stelpur nú getur maður fariið að hlakka til jólanna

jon (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 00:40

6 identicon

Blessaðar skvísur og innilega til hamingju með þetta allt saman. Ég er svo stolt af ykkur. Bókin er að sjálfssögðu sannkallað meistaraverk, vel skrifuð, bæði fyndin og átakanleg í bland. ég á án efa eftir að lesa póstulín aftur og aftur.

glæsileg frammistaða stelpur ;)

kv. Heiða

Heiða Björk (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 02:44

7 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Til hamingju með bókina.  Hún verður efst á mínum óskalista um jólin eða þar að segja einum neðar fyrir óskajólagjöfina mína sem ég er búin að fá.

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 17.11.2007 kl. 08:21

8 identicon

Hæ stelpur og til hamingju með Postulín. Ég hlakka mikið til að fá bókina sem ég vona að verði sem allra fyrst . Er búin að heyra nokkra kafla úr henni og get nú ekki beðið fram að jólum.

Þetta er frábær bók sem ég mæli með. 

Elísabet Sigmars (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 10:17

9 identicon

Frábært ! Til hamingju   

Kv Alla

Aðalheiður Þórisdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 10:31

10 identicon

sælar...... til hamingju mðe bókina.... veit ekki hvort maður geti beðið með að lesa hana þangað til um jól....núna þarf maður víst að reyna að klára þetta misseri í skólanum.... gangi ykkur vel... .

Jóhanna í khí

Jóhanna Björg Másdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 10:42

11 identicon

Hæ hæ stelpur,

Ég fór í Eymundsson í Smáralind og ætlaði að kaupa hljóðbókina snjöllu , Postulín, en hún var ekki komin en bókin var komin . Hún er ekkert smá þykk . Mig er farið að hlakka svo til að  "lesa" hana.

Freyja, hvenær kemur hljóðbókin út?

Góð kveðja til ykkar beggja.

Elísabet Sigmars (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 19:58

12 Smámynd: Þórunn Eva

innilega til hamingju með bókina skvísur :) samgleðst ykkur innilega og ég segi eins og Áslaug bókin er sko á mínum óskalista :) 

knús og koss

Þórunn Eva , 17.11.2007 kl. 23:45

13 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Innilegar hamingjuóskir með þennan stóra áfanga stöllur. Mikið er spennandi að eiga svona áhugaverða bók ólesna. Les ekki jólasveinninn þessa síðu? Kæri jóli, þú veist hvers ég óska í jólagjöf  ef þú lest bloggið...hamingjuóskir frá Árósum.

Kristbjörg Þórisdóttir, 18.11.2007 kl. 14:55

14 identicon

Hæhó, til hamingju með bókina frábæru. Ég hlakka mjög mikið til að lesa hana ;) knúsí, Rannveig

Rannveig Magnusdottir (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 23:01

15 Smámynd: Anna Gísladóttir

Innilega til hamingju með bókina  Ég hlakka mikið til að komast yfir eintak og lesa ......

Anna Gísladóttir, 19.11.2007 kl. 05:28

16 Smámynd: Eva Hrönn Jóhannsdóttir

Hæ innilega til hamingju með útgáfuna. Ég var á fyrirlestri hjá þér Freyja í FB í vor og það er frábært að hlusta á þig og ég er nokkuð viss um að miðað við hann er bókin frábær.  Hlakka til að lesa hana.

Haltu áfram að gera góða hluti í þágu þeirra sem eru ekki eins og við "hin" og meina ég þetta jákvætt Kv

Eva Hrönn Jóhannsdóttir, 19.11.2007 kl. 10:16

17 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Til hamingju. Þetta hlýtur að vera merkileg tilfinning..bókin ykkar er komin út og Pétur eða Páll geta keypt hana.  Eins og ég hef áður sagt, þá hlakka ég til að lesa bókina ykkar. Vonandi bara rokselst hún

Rúna Guðfinnsdóttir, 19.11.2007 kl. 15:16

18 identicon

Takk kærlega fyrir frábæra bók. Vel skrifuð, einlæg og fræðandi saga. Það er líka stutt í hummorinn eins og alltaf hjá þér Freyja :)

Þessi bók á að vera komin á borð allra landsmanna.

Enn og aftur til hamingju Alma og Freyja :)

Björg Elva

Björg Elva Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 17:23

19 identicon

Innilega til hamingju með bókina. Ætla að lesa hana um leið prófin eru búin :)

Kv. Birna Rebekka

Birna Rebekka (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 19:35

20 Smámynd: Birna Rebekka Björnsdóttir

Innilega til hamingju með bókina. Ætla að lesa hana um leið prófin eru búin :)

Kv. Birna Rebekka

Birna Rebekka Björnsdóttir, 20.11.2007 kl. 00:05

21 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Til hamingju með bókina.  Ætla að lesa hana sem fyrst.

Marinó Már Marinósson, 20.11.2007 kl. 10:31

22 identicon

Stelpur, stelpur stelpur!!

 Þið eruð bara alveg ótrúlegar.

Ég stökk og keypti bókina í gær - las helminginn í nótt - grét og hló til skiptis - get ekki beðið eftir að komast heim til að ljúka lestrinum.

Einlæg - vel skrifuð - afar læsileg - stutt í húmorinn - ekkert óþarfa prjál - og það sem skiptir mestu máli afskaplega fræðandi og hlýtur að verða skyldulesning í öllu kennaranámi, þroskaþjálfafræðum og fötlunarfræðum.

Innilega til hamingju með bókina báðar tvær

Hrafnhildur í FG/Habbó frænka

Hrafnhildur Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 11:59

23 identicon

Innilega til hamingju með bókina, get ekki beðið eftir að lesa hana!!:D

Bestu kveðjur,

Karen

Karen J. Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 09:34

24 identicon

Innilega til hamingju. Vá, það hríslast alveg um mig. Hlýtur að vera yndisleg tilfinning að fá eigin bók í hendurnar. Draumur sem aldeilis rættist.

Olga Björt (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband