Upplestrar

Frostaskjól 

Í Frostaskjóli ásamt Þóru, Mörtu og fríðum flokki stúlkna á stelpukvöldi.

Í síðustu viku vorum við með upplestra hjá Einstökum Börnum og í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli. Það var ótrúlega vel tekið á móti okkur á báðum stöðum og gekk virkilega vel. Við lásum nokkra kafla upp úr bókinni, svöruðum fyrirspurnum og spjölluðum saman. Við þökkum kærlega fyrir okkur.

Framundan er Bókasafnið í Mosfellsbæ sem er annað kvöld og ýmsir fleiri áfangastaðir á næstu vikum. Við leyfum ykkur að fylgjast með. Hægt er að bóka upplestra á almaogfreyja@forrettindi.is.

Hljóðbókin var kynnt í 24 stundum í dag og var Alma og Óskar unnusti hennar akkúrat að klára vinnsluna á henni í dag svo nú er hún farin í framleiðslu, kemur á sama dag og bókin sjálf.

Takk fyrir fallegar kveðjur hér á blogginu (og reyndar í gegnum tölvupóst og á förnum vegi). Alltaf ánægjulegt!! Wink

Bestu kveðjur,

Alma og Freyja


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband