Íslenskt eðal-stress í hamárki

Hér er allt á fimmta hundraðinu. Alma er á æfingum með Nylon á milli þess hún les Postulínið okkar inn á hljóðbók sem kemur út á sama tíma og bókin sjálf, enda ekkert annað í stöðunni en að hún sé aðgengileg fyrir alla strax.

Ég hringsnýst í náminu sem ég hef sinnt af hálfum hug hingað til en er að sjá fram á að það er ekki nóg svo nú er bara harkan sex - lesa, glósa, lesa, glósa, lesa, glósa, lesa, glósa á öllum mögulegum tímum sólarhringsins. Tvö ritgerðarskil framundan og 70% próf í desember í sálfræði.

Annars er barnið okkar Ölmu loksins flutt að heiman (farið í prentun) og mun koma í sölu í vikunni 19-23. nóvember svo nú er ekki eftir neinu að bíða við að plana kynningar, upplestra og önnur skemmtilegheit. Hægt er að hafa samband við okkur á almaogfreyja@forrettindi.is ef áhugi er fyrir upplestri á vinnustað, samtökum, klúbbum og við ýmis tilefni. Við erum nú í óðaönn að bóka.

Í kvöld verðum við með upplestur hjá Einstökum börnum, hagsmunafélagi barna með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma. Um er að ræða fund félagsmanna og hlakkar okkur mikið til. Annað kvöld er svo upplestur í félagsmiðstöð á stelpukvöldi en þar munum við vera ásamt Mörtu Maríu og Þóru sem lesa upp úr unglingabók sinni Ef þú bara vissir. MAC verður einnig á sínum stað svo ég geri ráð fyrir mjög notalegu kvöldi.

Mitt helsta markmið er að muna eftir myndavél þar sem ég hef ekki staðið mig vel í þeim efnum undanfarið - batnandi mönnum er þó best að lifa .... þ.e.a.s. ef þeim fer batnandi sem kemur í ljós næstu kvöld. Wink

Nú er ég farin að skrifa ritgerð um unglinga með fötlun sem á að skilast fyrir miðnætti. Sideways Þó fyrr hefði verið.

Eigið góðan dag!

Kv. Freyja

busy-lady

Við í hnotskurn!!!!!!!


Athugasemdir

1 identicon

jæja nú þori ég ekki annað en að kvitta fyrir mig en ég les bloggið ykkar alltaf mjög lýsandi myndin sem er á blogginu og lýsir annríki ykkar vel.

en sjáumst á morgun bææ 

Þóra (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 14:24

2 Smámynd: Dísa Dóra

Gangi þér vel með skólamálin.  Hlakka mjög til að lesa bókina

Dísa Dóra, 8.11.2007 kl. 19:19

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Það verður fróðlegt að fá að lesa um einstaka lífreynslu alveg einstakrar stúlku. Gangi ykkur stöllunum hið besta.

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.11.2007 kl. 21:54

4 identicon

Hæ hæ,

vá hvað það er brjálað að gera hjá ykkur.

Gangi þér vel með öll þessi skil, Freyja mín, mig dauðlangar að lesa þessa ritgerð um unglinga með fötlun. Má ég vera áskrifandi af skilaverkefnunum þínum? Híhí

Gangi ykkur vel með þetta allt saman.

Olga Björt (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 11:51

5 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Gangi ykkur vel í þessu öllu saman stöllur. Til hamingju með að vera komnar með "date" á bókina .

Kristbjörg Þórisdóttir, 9.11.2007 kl. 12:58

6 identicon

Hæ!

Takk fyrir samveruna í kvöld mínar kæru. Þetta var magnað stuð. Hlakka til í næstu viku.

Bestu,

MM

Marta María Jónasdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 23:09

7 identicon

Get ekki beðið eftir að lesa Postulín! Eruð þið með sendingarþjónustu til Þýskalands? He, he :) Þú rúllar þessum skólamálum upp Freyja mín! Liebe Gruesse ,Huld.

Huld Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband