Sannleikurinn

Ég fór út að borða með fjölskyldunni í kvöld, ekki að það sé frásögufærandi. Þegar við sitjum í makindum okkar að bíða eftir matnum kemur lítil stúlka og horfir mikið á mig, brosir feimnislega og fer svo aftur. Þetta endurtekur sig nokkrum sinnum og fannst mér það mjög krúttlegt. Mömmu hennar fannst þetta ekki eins sætt og var sífellt að segja henni að koma og kemur sér undan að svara spurningum stúlkunnar en segir svo á endanum; ,,Já, já, hún er bara að hvíla sig."

Uuu, jú, jú, ég var mjög afslöppuð en ekki sofandi né í neinni hvíld. Ég hef oft upplifað svona athugasemdir frá foreldrum áhugasamra barna og sumir ganga svo langt í eigin þægindahring að þeir segja ,,Hún er bara að lulla í vagninum sínum."

Ég veit vel að börn eru einstaklega opin og stundum pínu vandræðalegt sumt sem þau segja en ég er ekki alltaf sofandi né annað fólk með fötlun. Það er ekkert hættulegt að útskýra fyrir börnum sannleikann, að fólk sé ólíkt.

Þessi móðir í kvöld hefði auðveldlega geta sagt dóttur sinni að ég væri fötluð sem þýddi að ég gæti ekki gengið og því sæti ég í hjólastól í staðin.

Það er ekki eins og það sé nokkur harmleikur- væri verra ef ég væri sísofandi. Sleeping

Kv. Freyja


Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha já þú værir allavega ekkert sérlega skemmtilegur félagsskapur ef þú værir alltaf að lúlla

Jóna Á. Gísladóttir, 4.11.2007 kl. 23:57

2 identicon

ja hérna hér - hélt ég hefði heyrt allt en þetta er nú það ótrúlegasta hahaha - letin í sumum!

knús

Særún

Særún (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 10:06

3 Smámynd: Dísa Dóra

hahahaha þú ert algjört yndi

Dísa Dóra, 5.11.2007 kl. 11:13

4 Smámynd: Alfreð Símonarson

Satt segir þú, fólk fattar ekki að sannleikurinn er bestur allra, þó hann gæti verið erfiður og var þessi móðir að villa fyrir barninu sínu með þessari framkomu að mínu mati. Á eftir að renna yfir bloggið ykkar. Kær kveðja Alli.

Alfreð Símonarson, 5.11.2007 kl. 12:27

5 identicon

Mjöööög góð setning hjá þér þarna í restina. Það er nákvæmlega málið!

Olga Björt (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 14:21

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég reyni að vera eins sannsögul innan eðlilegar marka við börnin mín. Tel það best fyrir alla.  Börn eru börn, allt hægt að fyrirgefa þeim, en klaufaleg svör foreldra eru erfiðari.

Gangi þér allt í haginn.

Rúna Guðfinnsdóttir, 5.11.2007 kl. 19:03

7 identicon

Þú kæmir nú ekki öllu sem þú ert að gera í verk ef þú værir eins og þú segir sísofandi. En það er nú bara þannig að móðir þessarar stúlku þekkir ekki fatlaða greinilega og veit greinilega ekki hvernig hún á að taka á þessu við dóttur sína.

Gangi þér vel dúlla.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 19:18

8 Smámynd: Embla Ágústsdóttir

Ég sé þetta svo innilega fyrir mér.
Elska hvernig þú kemur orðunum frá þér á þessu bloggi og nærð að lýsa stenminguni...
Það er vissulega mjög algengt að foreldrar skammist sín fyrir forvitni barnana eins og þú veist og það er svo hættulegt ef þau fá aldrei útskýrningu.... Það er mjög skrítið að fólk sé hissa á fordómum ef manni er kennt það strax í barnæsku og það sem er "öðruvísi" er óþæginlegt og óæskilegt umræðuefni

Kveðja
Emblan

Embla Ágústsdóttir, 6.11.2007 kl. 15:21

9 identicon

Ég hugsa oft af hverju fólk útskýra ekki börnunum sinum hvað er fölun?

Ég er búin að lenda i svipað en fólk voru hisað út af strákinn minn lita út eins og það er ekkert af honum og er að tala hvað er ég leiðinleg  mamma til að kenna ekki strákinn minn hvernig hann eiga að vera.

 

Valentina H. Michelsen (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 13:01

10 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Takk fyrir að deila þessu með okkur. Ég finn að ég er sjálf feimin við að fronta fólk sem er fatlað því ég veit ekki hvað ég má ganga langt. Auðvitað er þetta sannleikurinn og við eigum ekki að vera hrædd við að tala hann út.

Takk takk 

Sigríður Jónsdóttir, 10.11.2007 kl. 15:51

11 identicon

Ég kannast við Þetta. Er að vinna þar sem börn koma daglega og fæ ýmsar spurningar frá börnunum (enda í hjólastól) og ef foreldrarnir eru með þá er byrjað á sussa á þau blessunin. Kv. Hanna (var Þjóðarsálinni með Halalrikhópnum).

Hanna Margrét Kristleifsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband