Bréf frá hlustanda


Þetta bréf barst frá hlustanda eftir viðtalið á sunnudag;

Sæl Valdís, ég ætlaði að þakka þér fyrir viðtalið við Freyju
Haraldsdóttur. Hún er sönn HETJA,þvílíkt sem hún gaf til manns í þessu
viðtali. Maður er hrærður og snortinn yfir því sem hún hafði að gefa til
manns. Ég hef verið að ræða um þetta viðtal við fólk, sem einnig heyrði
þetta viðtal, og allir eru þessum orðum hér að framanrituðu sammála. Það
væri öllum mannbætandi að hlusta á þessa ungu stúlku. Ætla að panta
bókina í jólagjöf, vel lesið úr bókinni hjá Ölmu. Kærar þakkir.

Það er mikils virði þegar fólk lætur í sér heyra..

Við þökkum kærlega fyrir okkur!!

Kærar kveðjur,

Alma og Freyja


Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Bíð spennt eftir bókinni :)

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 10.10.2007 kl. 14:42

2 Smámynd: Eygló

Var að klára að hlusta á viðtalið, alveg magnað... bíð spennt eftir bókinni...

Eygló , 10.10.2007 kl. 18:47

3 Smámynd: Ásta María H Jensen

Jahérna  Þú er allveg einstök Freyja.  Ég hlakka sko til að lesa bókina, ég ætla sko að mæla með henni við vini mína og ættingja.  Hver veit nema þú endir á Þingi.

Ásta María H Jensen, 11.10.2007 kl. 10:08

4 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Búin að setja bókina á óskalistann.

Bergdís Rósantsdóttir, 11.10.2007 kl. 22:15

5 Smámynd: lady

sæl Freyja mín,þú ert algjör hetja ,ert svo jákvæð með þessa yndislega útgeyslun,hlakka til að lesa bókin,og yndislegt að vita hvað þú átt góða vinkonu,óska þér góða helgi,já Alma þú ert góð vinkona,hennar ,:::Gaman að sjá myndirnar þínar Freyja mín kv ólöf

lady, 12.10.2007 kl. 11:22

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Get varla beðið eftir bókinni. Er enn hægt að finna viðtalið á netinu? Ég missti af því.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2007 kl. 02:05

7 Smámynd: Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir

Takk fyrir það Jóna. 

Já, það er enn hægt að hlusta á viðtalið: http://bylgjan.is/?PageID=1901

Kv. Freyja

Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, 13.10.2007 kl. 09:44

8 identicon

Elsku Freyja. Ég var að hlusta á þáttinn á netinu og langar að hrósa þér fyrir einlæga og yndislega framgöngu (eins og alltaf) og að þú hreyfðir svo mikið við mér með svo margt í viðbót við það sem þú hefur gert hingað til.

Gangi þér áfram vel með allt sem þú ert að gera, upptekna kona.

Kær kveðja

Olga Björt 

Olga Björt (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband