Pottur brotinn í aðgengismálum í HÍ

Alma benti mér á grein í Blaðinu í dag þar sem var viðtal við jafnréttisfulltrúa Háskóla Íslands, þar ríkir nú jafnréttisvika. Þar fjallar hún um hve víða er pottur brotinn í þeim efnum og nefnir sérstaklega aðgengismál fatlaðra nemenda. Ég hef svo sannarlega rekið mig á það og langar að benda ykkur á færslu sem ég skrifaði 1. febrúar sl.:

 http://www.blog.central.is/freyzla2706/index.php?page=comments&id=2664440#co

Þessi reynsla var náttúrlega of fyndin til að fara í fýlu yfir henni, þó þetta sé auðvitað mjög alvarlegt mál. Að stærsti háskóli á landinu skuli komast upp með svo lélegt aðgengi er grátlegt og mikil óvirðingu við fólk með fötlun sem vill mennta sig. Þessi dagur varð til þess að ég ákvað að fara ekki í HÍ, umhverfið sagði mér bersýnilega að ég væri ekki velkomin.

Þetta ástand er mjög slæmt en ég vona að sameining KHÍ og HÍ geri það að verkum að bætt verði úr málum. Þrátt fyrir að ekki sé fullkomið aðgengi í Kennó kemst ég um og mæti fólki með heilbrigt viðhorf, bæði starfsfólki og nemendum.

Það er oft erfitt að komast upp metorðastiga þjóðfélagsins án þess að ljúka háskólanámi svo að á meðan ástandið er svona er ekki gert ráð fyrir einu samfélagi fyrir alla.

Kv. Freyja

P.S. Takk fyrir skemmtilegar athugasemdir og fallegar kveðjur, alltaf gaman að heyra i ykkur Happy


Athugasemdir

1 Smámynd: Inga María

Sælar vinkonu

Gaman að lesa um það sem þið eruð að gera.  Ég er kennari og aðgengismál eru mín áhugamál líka.  Ég og tvö fötluð börn þar af annað í hjólastól.  Tek ofan fyrir ykkur 

Inga María, 5.10.2007 kl. 14:04

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Það er mjög mikill munur á t.d. háskólanum hér í Árósum og H.Í. og auðvitað eru þó nokkrir nemendur með fötlun sem eru hér í námi. Ég man nú ekki eftir að hafa séð marga í H.Í. Alveg til skammar fyrir eina aðalmenntastofnun okkar að hafa ekki aðstöðu fyrir alla nemendur! Verst fyrir þá að missa af svona toppnemanda eins og þér Freyja.

Kristbjörg Þórisdóttir, 5.10.2007 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband