Erilsamur dagur

Hæ, hæ

Biðjumst afsökunar á að hafa ekki sett inn dagskránna en í morgun var Alma að lesa fyrir unglingahóp á Borgarbókasafni, í hádeginu vorum við á Hrafnistu að lesa og selja bækur og framundan er:

  • Áritun í Hagkaup Holtagörðum kl. 16-17
  • Upplestur á bókasafni Selfoss kl. 18:15
  • Upplestur og spjall í NLFÍ 20:00

Vonandi sjáum við sem flesta.

Kv. A&F


Frábær kvöldstund

IMG_2797

Í félagsmiðstöðinni við Háteigsskóla 

Í kvöld heimsóttum við félagsmiðstöðina við Háteigsskóla og lásum upp úr Postulín. Um var að ræða stelpukvöld og var Marta María einnig að lesa upp úr bókinni Ef þú bara vissir. Að loknum upplestrum bjóðum við Alma oft upp á fyrirspurnir og er afar misjafnt hversu góð umræða kemst af stað. Í kvöld átti sér stað frábær, löng og innihaldsrík umræða sem spratt upp frá spurningum stelpnanna og vangaveltum. Nú hef ég haldið tugi fyrirlestra og fengið ótal spurningar en ég held að opinleiki og frumkvæði áheyranda í kvöld hafi slegið öll met.

Það þarf hugrekki til að þora að spyrja og því mega þessar flottu Háteigsstúlkur vera mjög stoltar af sér. Mér finnst svo gott þegar fólk þorir að spyrja því þá veit ég að það fer ekki heim með höfuðið fullt af spurningum og þarf ekki að búa sjálft til svörin. Einlægni og forvitni er mikilvæg forvörn gegn fyrirfram ákveðnum hugmyndum og fordómum að öllu tagi.

Annars þökkum við fyrir skemmtilegar kveðjur vegna Ísland í dag - þið eruð æðisleg. Einhver lítill fugl hvíslaði að mér að innan tíðar muni birtast hér reynslusaga Ölmu um það þegar hún vaknaði fötluð einn góðan veðurdag. Þið sem misstuð af þættinum getið horft hér.

Góða nótt!

Kv. Freyja


Minnum á...

Ísland í dag, í kvöld Wink

Myndaalbúm úr lífi Freyju í 24 stundum í dag

2 - nokkra mánaða 

Smellið hér.


Áritun á morgun - Kringlunni

 

Á morgun verðum við Freyja að árita bókina okkar Postulín á milli kl.16-18 í Eymundsson Norðurkringlu. Vonumst til að sjá framan í sem flesta.. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband